Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Blaðsíða 35

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Blaðsíða 35
I Danmörku hefur sú skoðun verið sett fram að gæði forrits eigi að hafa áhrif á það hvort það er verndað eða ekkif Sænska höfundaréttarnefndin telur að meta eigi á hlutlægan hátt hvort forrit sé meira en einföld samsetning skipana án meðvitaðs vals og skapandi framlags™ Finnska höfundaréttarnefndin leggur einnig áherslu á að ekki megi aðeins finnast ein lausn á verkefninuí' Hér fer á eftir reifun á fyrsta dóminum sem skar úr því á Norðurlöndum hvort tiltekinn hugbúnaður nyti höfundaréttarverndar eða ekki. Skólapiltur í Gautaborg var ákæröur fyrir að hafa á árinu 1984 brotið gegn höfundarétti að 4 tölvuforritum með því að taka a.m.k. 12 afrit af þeim, selja a.m.k. 12 afrit og bjóða forritin til sölu. Um var að ræða 3 leikjaforrit og 1 reikniforrit til nota við ýmsa útreikninga varðandi fjárhagsáætlanir heimila og minni fyrirtækja. Umfang forritsins var 64K. Göteborgs tingsratt taldi leikjaforritin vera vernduð hugverk en að reikniforritið bæri frekar merki um vélræna handavinnu en sjálfstæða sköpun. Fyrir hovrátten voru lögð nýgögn, m.a. álitsgerð próf. Peters Seipel. Hofrátten taldi að öll forritin nytu höfundaréttarverndar. Talið var að leikjaforritin bæru ákveðin séreinkenni bæði við útfærslu leikhugmyndar og hina tæknilegu útfærslu. Varðandi reikniforritið var tekið fram að kótinn tæki 250 bls. í A 4 formi og 20 mannár hefði þurft við hönnun þess. Dómurinn taldi að einstaklingsbundin einkenni hefðu komið fram, ennfremur að á þessu sviði væri höfundur ekki bundinn við að láta forritið vinna á einn tiltekinn hátt. Skilyrðið um sjálfstæði væri því uppfyllt og forritið nyti höfundaréttarverndarí: Athyglisvert er að auk mælikvarðans um sjálfstæða andlega sköpun og rúm til sköpunar byggir dómurinn á sjónarmiði um umfang forrits og hversu tímafrek hönnun hefði verið. Þessi sjónarmið hafa fram að þessu ekki skipt máli um það hvort verk er verndað að höfundarétti. í janúar 1990 féll dómur í deilu starfsmanna Værdipapircentralen í Danmörku við stofnunina vegna sölu á hugbúnaði stofnunarinnar til systurstofnunar í Noregi. Hugbúnaðurinn varð til í samvinnu fjölmargra starfsmanna stofnunarinnar og var stefnandi málsins einn þeirra. Af hálfu stofnunarinnar var byggt á því í málinu að við hönnun kerfsins hefði verið lögð sérstök áhersla á að brjóta það niður í einingar, sem hver um sig væri eins smá og einföld og unnt var. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að eins og málið lægi fyrir dóminum hefði ekki verið sýnt fram á að stefnandi hefði innt af hendi framlag við forritin eða hluta þeirra sem væri árangur nægilegrar sjálfstæðrar sköpunar til að um höfundaréttarvernd væri að ræðaf' Framangreind niðurstaða dómsins er órökstudd. Hún gæti byggst á því að þegar um marga höfunda er að ræða sé ekki unnt að sýna fram á framlag einstakra höfunda sem sé afrakstur sjálfstæðrar sköpunar af hálfu þeirra. Slíkt er óviðunandi niðurstaða. Verið getur einnig að niðurstaða dómsins byggist fremur á atvikum í þessu tiltekna máli, en stefnandi hafði m.a. lýst því yfir fyrir 49. Schmidt, bls. 219. 50. SOU 1985:51, bls. 89. 51. Kommittébetankande 1987:8, bls. 168. 52. Hovrátten för Vástre Sverige 19.11.1987, reifaður í NIR 1988, bls. 310. 53. Östre Landsret 22.1.1990. 161
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.