Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Blaðsíða 50

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Blaðsíða 50
2. HUGTAKIÐ VERÐBRÉFASJÓÐUR Verðbréfasjóður er sjóður sem saman stendur af auðseljanlegum verðbréfum sem fjárfest hefur verið í samkvæmt fyrir fram ákveðinni og kunngerðri fjárfestingarstefnu að því er áhættudreifingu varðar, enda sé almenningi eða þrengri hópi manna gefinn kostur á að eignast hlutdeild í sjóðnum með kaupum á skuldabréfum sem að kröfu eigenda þeirra fást innleyst hjá sjóðnum í reiðufé samkvæmt nánari ákvæðum í reglum hans, sbr. 6. mgr. 1. gr. VVL. Það fellur að mestu utan efnis greinarinnar að skilgreina nánar einstaka efnisþætti í hugtakinu verðbréfasjóður og verða því almennar athugasemdir að nægja. Að hugtakinu verðbréf verður þó vikið síðar í tengslum við hugtakið hlutdeildarskírteini. Verðbréfasjóður getur verið í hlutafélagsformi eða öðru félagsformi t.d. sameignar- eða samlagsfélag enda hafi sjóðnum verið settar samþykktir í samræmi við 2. mgr. 18. gr. VVL. Auðseljanlegt verðbréf er andhverfa ill- eða óseljanlegs verðbréfs miðað við almennan verðbréfamarkað. Almenn reynslulögmál og reglur kaupenda á borð við lífeyris- og verðbréfasjóði eru leiðbeinandi í þessum efnum en taka verður mið af aðstæðum þegar bréf er keypt. Ekki er skilyrði að verðbréf sé skráð á Verðbréfaþingi íslands. Ótvírætt er að verðbréf sem öruggur kaupandi er að innan þrjátíu daga eru auðseljanleg í framangreindum skilningi enda teljast slík verðbréf laust fé skv. 1. mgr. 29. gr. VVL. Með áhættudreifingu er vísað til hlutfallslegrar skiptingar eigna miðað við greiðslugetu skuldara og/eða ábyrgðarmanna og „gæði“ trygginga. Með almenningi eða þrengri hópi manna er, með hliðsjón af orðalagi og tilgangi VVL, átt við að skírteini í verðbréfasjóði séu boðin öllum sem kaupa vilja eða stórum hópi manna eða lögpersóna án tillits til aðferðar við boðið með þeirri takmörkun einni sem leiðir af fjárhæð útboðsins andstætt boði sem beint væri að fyrirfram ákveðnum hópi manna sem ekki væri valinn fyrir tilviljun. Miklu máli skiptir hvort lögpersóna telst verðbréfasjóður í skilningi VVL eða ekki enda eru í lögunum ítarleg ákvæði um samþykktir verðbréfasjóða, stjórn, rekstrarsamning slíkra félaga við verðbréfafyrirtæki, eigið fé, laust fé, eftirlit Bankaeftirlits Seðlabanka íslands með starfseminni og fleira mætti telja. Lögpersóna myndi ekki teljast verðbéfasjóður fyrir það eitt að fjármunum hennar sem t.d. væri aflað með útgáfu skuldabréfa væri að hluta eða öllu leyti varið til fjárfestinga í verðbréfum sem teldust auðseljanleg og almenningur gæti átt aðild að fyrir kaup á hlutabréfum. Það sem úrslitum réði væri að félagið aflaði ekki fjármagns til fjárfestinga gegnum skírteini í skilningi 6. mgr. 1. gr. VVL en verðbréfasjóðum er ekki með VVL fenginn einkaréttur á að kaupa og selja verðbréf fyrir eigin reikning með þátttöku almennings. 176
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.