Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Blaðsíða 52

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Blaðsíða 52
Miklu máli skiptir fyrir eigendur hlutdeildarskírteina hvenær skírteiniseigandi á kröfu á innlausn og hvernig gengi eða innlausnarverð skírteinisins skuli reiknað. Ef samþykktir íslenskra verðbréfasjóða og texti hlutdeildarskírteina er skoðaður kemur eftirfarandi í ljós. Sjóðirnir auglýsa gengi hlutdeildarskírteina sem ákveður innlausnarverðið. Mjög algent er að verðbréfafyrirtæki eða verðbréfasjóðir takmarki innlausna- rétt við ákveðna hámarksfjárhæð innan tiltekins tímabils t.d. með þeim hætti að í skírteini segi að hámarksskuldbinding sjóðsins fari ekki fram úr því að kaupa skírteini að jafnvirði 1/30 hluta af seldum óinnleystum skírteinum í hverjum mánuði, innan eins mánaðar frá framvísun skírteinis. Þess eru þó dæmi að engar takmarkanir af þessu tagi sé að finna í samþykktum sjóða eða texta hlutdeildar- skírteina. Þá er í flestum ef ekki öllum hlutdeildarskírteinum ákvæði um endanlegan gjalddaga sem svo er nefndur þ.e. að skírteininu skuli framvísað til innlausnar eigi síðar en á tilteknum eindaga. Ákvæði um gjalddaga munu í upphafi hafa verið sett í skírteinin af ástæðum er varða skattlagningu þannig að þau teldust skuldabréf í því tilliti og að vextir af skírteinunum væru þannig ekki skattskyldir að meginstefnu til. Sú spurning vaknar hvort VVL setji því einhverjar takmarkanir hvernig og hvort verðbréfasjóðir geti þrengt innlausnarréttinn með þeim hætti sem gert hefur verið eða hvort sjóðirnir geti frestað innlausn svo dæmi sé tekið í t.d. 3 mánuði eða 6 mánuði eða lengur frá því að krafa um innlausn berst. Ég er þeirra skoðunar að takmarkanir af því tagi sem ég hef nefnt úr hlutdeildarskírteinum, þ.e. takmarkanir sem miða að því að innlausnir t.d. á hverju 30 daga tímabili fari ekki upp fyrir ákveðið hlutfall af útistandandi fjárhæð skírteina, séu eðlilegar og í samræmi við tilgang laganna. í þessu sambandi má nefna 29. gr. VVL en í henni er að finna fyrirmæli varðandi lausafjárstöðu verðbréfasjóða en þessi ákvæði eiga að tryggja að nægilegt laust fé sé til staðar í sjóðunum til að mæta innlausnarkröfum. Sjóðirnir geta sett sér strangari reglur í þessum efnum og eru kröfurnar í 29. gr. lágmarkskröfur, sbr. c-lið 1. mgr. 18. gr. laganna. Frestun á innlausnum samkvæmt frjálsu mati viðkomandi verðbréfafyrirtækis eða verð- bréfasjóðs myndi hinsvegar brjóta í bága við þá meginreglu að skírteinin séu innleysanleg gegn reiðufé. Rétt er að taka fram í þessu samhengi að til breytinga á samþykktum verðbréfasjóðs getur komið eftir útgáfu hlutdeildarskírteina þ.á.m. á ákvæðum um innlausn. Slíkar breytingar ættu þó engin áhrif að hafa á innlausnarrétt skv. þeim skírteinum sem þegar hefðu verið gefin út nema fyrirvara um slíkt væri að finna í skírteinunum sjálfum. Við mat á ákvæðum laganna um innlausn verður einnig að hafa í huga framsalsrétt en bréfin geta skipt um eigendur við framsal eða af öðrum ástæðum. í 23. gr. VVL segir að innlausnarvirði hlutdeildarskírteinis í verðbréfasjóði sé 178
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.