Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Page 28

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Page 28
4. HEIMFÆRSLA FORRITA, KERFISLÝSINGA OG FYLGIGAGNA UNDIR ÁKVEÐNA TEGUND HUGVERKA I 2. mgr. 1. gr. höfundalaga 73/1972 eru talin upp hugverk sem vernduð eru samkvæmt lögunum, en upptalningin er ekki tæmandi. Heimfærsla hugbúnaðar undir tiltekna tegund hugverka getur skipt máli. Ber fyrst að nefna að takmarkanir á þeim réttindum höfundar, sem í höfundarétti felast, eru mismunandi eftir því um hvers konar verk er að ræða. í öðru tilliti getur þessi heimfærsla skipt máli. í Bernarsáttmálanum frá 1886 til verndar bókmenntum og listaverkum'1' kemur fram almenn krafa um 50 ár frá dauða höfundar sem lágmarksgildistíma höfundaréttar, en unnt er að víkja frá þessari reglu varðandi tiltekin verk. Teljist hugbúnaður til bókmenntaverka, hafa ríkin sem eru aðilar að Bernarsáttmálanum skuldbundið sig til að veita hugbúnaði, sem þegnar annarra aðildarríkja eiga réttindi yfir, vernd í 50 ár frá dauða höfundar. Lög flestra ríkja sem hafa breytt höfundaréttarlöggjöf sinni með tilliti til hugbúnaðar vernda tölvuforrit sem bókmenntaverk. I frönsku lögunum eru forrit þó ekki talin til neins hóps af hefðbundnum verkum heldur er litið á þau sem sérstaka tegund verka. í 1. gr. frumvarps að tilskipun Evrópubandalagsins um vernd tölvuforrita er mælt fyrir um að forrit skuli vernduð sem bókmennta- verk:1’ Norrænu höfundaréttarnefndirnar hafa einnig lagt til að forrit verði felld undir reglur laganna um bókmenntaverk:1 Var það gert með breytingu á dönsku höfundalögunum vorið 1989. Sænsku lögin eru óljós hvað þetta atriði varðar eftir samsvarandi breytingu á þeim árið 1989. Orðalag 1. gr. þeirra er nú annað en sænska höfundaréttarnefndin gerði ráð fyrir í skýrslu sinni en m.a. með hliðsjón af 23. gr. laganna verður að telja ólíklegt að ætlast hafi verið til að forrit séu sérstök tegund verka. Ekki er eins augljóst til hvaða tegundar verka kerfislýsingar teljast. í Þýskalandi er álitið að kerfislýsingar geti fallið undir þann flokk verka sem þar er nefndur vísinda- eða tæknilegar lýsingarv Athyglisvert er að í frumvarpi að tilskipun Evrópubandalagsins um vernd tölvuforrita eru kerfislýsingar taldar hluti forritsins að því tilskildu að forrit hafi verið samið eftir þeim eða að unnt sé að gera það. Ekki er fjallað sérstaklega um hvað felist í vernd þeirraf’ í skýrslu sænsku höfundaréttarnefndarinnar eru kerfislýsingar taldar njóta verndar sem 19. Aðildarríki sáttmálans, u.þ.b. 80 talsins, þ.á.m. ísland, skuldbinda sig til að veita höfundum annarra aðildarríkja lágmarksvernd þá sem sáttmálinn mælir fyrir um og ennfremur til að veita höfundum annarra aðildarríkja ekki lakari vernd en eigin höfundum. 20. Official Journal of the EC, bls. 13. 21. NOU 1986:18, bls. 28. SOU 1985:51, bls. 89. Kommittébetánkande 1987:8, bls. 168. 22. Moritz og Tybusseck, bls. 25. 23. Official Journal of the EC, bls. 9 og 5. 154

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.