Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Blaðsíða 45

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Blaðsíða 45
Rökstuðningurinn í Whelan dómnum um að líkar skjámyndir sanni ólögmæta eftirgerð forritsins er ósannfærandi, því mismunandi forrit geta fengið fram sömu skjámyndina. Dómaframkvæmd í bandarískum rétti á sjálfsagt eftir að móta nánar hversu rúmt umfang höfundaréttarverndarinnar skuli vera. Ofangreindir dómar hafa þó mótað ákveðna stefnu varðandi þetta atriði. Þeir teygja umfang verndarinnar tvímælalaust lengra en búast má við að dómstólar á Norðurlöndum muni gera ef tekið er mið af sjónarmiðum norræns réttar varðandi önnur formbundin verk. 7. NIÐURSTAÐA Þegar borin er saman dómaframkvæmd varðandi vernd hugbúnaðar á Norðurlöndum, í V-Þýskalandi og í Bandaríkjunum kemur í ljós að þróunin í tveim síðarnefndu ríkjunum hefur verið í gagnstæða átt, í V-Þýskalandi gilda ströng skilyrði fyrir höfundaréttarvernd hugbúnaðar meðan Bandaríkjamenn vernda æ fleiri þætti hans. A Norðurlöndum eru skilyrði ekki eins ströng og í V- Þýskalandi og jafnframt strangari en í Bandaríkjunum. Norræna dómafram- kvæmdin er þó ekki enn nægilega mótuð til að unnt sé að setja fram nákvæma almenna reglu varðandi þetta. Við samanburð á norrænum og bandarískum rétti kemur í ljós að þó mismunandi heiti séu notuð í þessum réttarkerfum um mælikvarða varðandi skilyrði höfundaréttarverndar, sjálfstæð andleg sköpun, sjálfstæði og einstak- lingsbundin einkenni í norrænum rétti, en „idea/expression“ íbandarískum erí raun um sama mælikvarðann að ræða. Báðir leiða til þess að um sköpun getur einungis verið að ræða ef fleiri en einn möguleiki er á því hvernig forrit innir af hendi ákveðið verkefni. í ljós kemur einnig að notkun þessa mælikvarða nægir ekki ætíð til að afmarka skilyrði og umfang verndarinnar í einstökum tilfellum. Ástæða þess er sú að hugbúnaður er formbundnari en flestar aðrar tegundir verka. I þeim dómum sem fjallað var um hér að framan hefur að nokkru verið byggt á öðrum sjónarmiðum en hinum hefðbundnu þegar fjallað er um skilyrði og umfang verndar. í Þýskalandi myndaði Incassodómurinn98 nýjan mælikvarða, virkilegar gæða- kröfur, kröfu til þeirra gæða forrits að það skuli vera árangur starfsemi sem sé hafin yfir það sem meðalhöfundur hugbúnaðar sé fær um. Ólíklegt er að svo afgerandi sjónarmið eigi greiða leið inn í norrænan rétt. í sænska refsidómnum'" er byggt á hinu hefðbundna norræna sjónarmiði um einstaklingsbundin einkenni. Þar er það jafnframt talið styðja niðurstöðuna að 98. Sjá neðanmálsgrein 58. 99. Sjá neðanmálsgrein 52. 171
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.