Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Blaðsíða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Blaðsíða 25
4. Forritun (Implementation Phase). Höfundur hugbúnaðar ritar forritið á tilteknu frumforriti sem síðan er fært yfir á vélarmál með aðstoð sérstakra forrita, þýðenda, (compilers) eða túlkenda (interpreters).7 8 Hversu vel hægt er að aðgreina einstök stig í hugbúnaðargerð ræðst af aðstæðum, svo sem tegund og umfangi forrits og ennfremur af vinnubrögðum hinna ýmsu höfunda. Slík skipting þjónar að hluta þeim tilgangi að skýra hvað það er í hugbúnaðargerð sem leiðir til að höfundaréttarvernd stofnast. í ákveðnum tilfellum er nauðsynlegt að hafa slíka skiptingu í huga. Þegar margir höfundar eiga hlutdeild í hönnun hugbúnaðar getur þurft að leysa úr því hvort framlag hvers um sig njóti höfundaréttarverndar og getur það þá oltið á því á hvaða stigi verndin hafi stofnast. 3. LAGAGRUNDVÖLLUR - RÉTTARHEIMILDIR Þegar farið var að huga að því hvaða lagareglum unnt væri að beita til að vernda hugbúnað var hvergi að finna í lögum bein ákvæði sem tækju af skarið um þetta efni. í grein þessari verður ekki tekin afstaða til þess hvaða tegund verndar sé æskilegust fyrir hugbúnað. Erlendis hefur löggjafinn tekið höfundaréttar- vernd fram yfir annars konar vernd. Alltaf heyrast þó raddir um að höfundarétt- arvernd hæfi ekki hugbúnaði og ekki er ólíklegt að þær raddir verði frekar háværari en hitt þegar fram í sækir. 3.1 Einkaleyfi Núgildandi lög um einkaleyfi eru frá árinu 1923, nr. 12 og er þess því ekki að vænta að þau hafi að geyma ákvæði um vernd hugbúnaðar. Lögin, eins og einkaleyfislög annarra landa, banna öðrum en rétthafa hvers kyns hagnýtingu hins verndaða í atvinnuskyni. Við fyrstu sýn virðist því slík vernd ákjósanleg fyrir hugbúnað. Annað hefur þó orðið uppi á teningnum. í evrópska einkaleyfissáttmálanum (European Patent Conventionjýer tekið fram að ekki skuli veitt einkaleyfi fyrir hugbúnaði. Þessi afstaða hefur verið staðfest í lögum fjölmargra ríkja, þ.á m. allra Norðurlandaríkjanna annarra en íslands. í frumvarpi til nýrra laga um einkaleyfi sem lagt var fram á 112. löggjafarþingi 1989- 1990 segir í 3. tl. 2. mgr. 1. gr. að nýjungar sem eingöngu varði tölvuforrit teljist ekki til uppfinninga. Rökin sem hér búa að baki eru í stuttu máli að hugbúnaður feli ekki f sér það tæknilega eðli sem áskilið er. Einnig hefur verið talið að erfitt yrði að meta hvort skilyrði einkaleyfisréttarins um að uppfinning sé ný séu fyrir hendi. 7. Um ferli hugbúnaðargerðar má vísa til Ilzhöfer. bls. 333 - 338 og Moritz, bls. 24 - 25. 8. Sáttmálinn var undirritaður í Múnchen 1973 og gekk ígildi 1978. Hann gerir kleift að öðlast með einni umsókn einkaleyfi í öllum aðildarríkjum sáttmálans. ísland er ekki aðili að sáttmálanum. 151
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.