Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Side 10

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Side 10
1. RÉTTUR SJÚKLINGA EFTIR SKAÐABÓTAREGLUM Víða um lönd, ekki síst í Bandaríkjunum, hafa skaðabótamál út af heilsutjóni sjúklinga vegna yfirsjóna eða mistaka lækna vakið mikla athygli. Sama er segja um mál vegna skaðlegra eiginleika eða mistaka varðandi lyf. Dómsmál af þessu tagi hafa ekki verið tíð hér á landi'. Upplýsingar liggja ekki fyrir um fjöldamála, sem samið hefur verið um utan réttar, en ætla rná að ábyrgðartryggingar lækna og sjúkrahúsa greiði á ári hverju bætur í ýmsum tilvikum, sem ella hefðu farið erfiða og kostnaðarsama dómstólaleið. Ríkissjóður hefur og greitt bætur í slíkum málum án málssóknar, ef skilyrði bótaréttar eru fyrir hendi. Þetta verður að hafa í huga, þegar fjallað er um seinagang í málum um tjón vegna áfalla við læknismeðferð. Á síðustu árum hefur stundum orðið talsvert fjaðrafok í fjölmiðlum um einstök dómsmál varðandi bótakröfur á hendur sjúkrahúsum og læknum. í þessum málaflokki hafa sýknudómar yfirleitt vakið meira umtal en bótamál, sem sjúklingar hafa unnið. Ýmsir hafa lýst óánægju með að bætur skuli ekki alltaf fást vegna örorku, sem rakin verður til læknisaðgerðar eða meðferðar á sjúkrahúsi. Kemur það ekki á óvart, því að samúð almennings er vitaskuld að jafnaði mikil með þeim, sem þurfa að þola mikið tjón bótalaust. Mál, sem sæst hefur verið á utan réttar, eru yfirleitt ekki rædd í fjölmiðlum. Óánægja með reglur um bótarétt sjúklinga í málum gegn læknum varð tilefni lagabreytinga, sem grein er gerð fyrir í 3. kafla hér á eftir. Almennar skaðabótareglur eiga við í bótamálum vegna heilsutjóns, sem verður af læknismeðferð eða því um líku. Réttarreglur um þennan málaflokk eru því ekki frábrugðnar reglum um skilyrði bótaréttar eða ákvörðun bótafjár- hæðar vegna tjóns, sem hlýst af öðrum orsökum. Það eru einkum tveir ókostir skaðabótaréttar sem bótaúrræðis, er koma greinilega í ljós í mörgum bótamál- um sjúklinga gegn læknum eða seljendum lyfja. Annars vegar sá ókostur, að tjónþoli þarf oft að bíða lengi eftir að fá úrslit í máli sínu og hins vegar sá, að tjónþola getur reynst mjög erfitt að sanna það, sem sanna þarf. Sönnunarerfið- 1 Helstu hæstaréttardómar eru þessir: HRD 1971 1057 (Örorka vegna geislameðferðar. Sýkna, enda kom ekki annað fram en að geislameðferðin hefði farið fram á réttan hátt, ef miðað var við þekkingu lækna, þegar málsatvik gerðust). HRD 1975 164 („Fóstureyðingarmálið." Kona, sem sýktist af rauðum hundum, er hún var barnshafandi, fékk leyfi til að láta eyða fóstrinu. Læknir var ekki talinn hafa brotið starfsskyldur sínar, þótt hann synjaði að gera aðgerð þessa á þeim grundvelli að konan væri of „langt gengin með.“ Sýkna). HRD 1977 1351 (Varanleg örorka var ekki talin stafa af töf á viðeigandi læknismeðferð. Sýkna). HRD 1979 1285 (Ólögmæt ófrjósemisaðgerð. Spítali og læknir dæmdir bótaskyldir.). HRD 1983 44 (Kona leitaði til slysadeildar vegna þrauta í fingrum. Konan beið tjón vegna dreps í fingrunum. Ósannað, að tjón hennar yrði rakið til yfirsjóna lækna. Sýkna). HRD 1987 1168 (Spítalalæknir gerði að allmiklum munnáverka. Eigi var leitað til sérfræðings, eins og ástæða var til. Lagt til grundvallar, að missir tanna yrði rakinn til vanrækslu læknisins. Spítalinn dæmdur bótaábyrgur). HRD 1989 131, en um hann er stuttlega fjallað síðar í 1. kafla. 136

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.