Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Blaðsíða 4

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Blaðsíða 4
réttar og mörk hans og innanlandsréttar hafa orðið óljósari en áður var. Samstarf evrópuþjóða í Evrópuráðinu og Evrópubandalaginu hefur byggt brýr milli þjóðaréttar og landsréttar. Hugmyndafræði réttarheimildanna er mismunandi eftir réttarkerfum og tekur breytingum í tímans rás. Alkunna er hversu mismunandi áhersla er lögð á sett lög og fordæmi á Bretlandseyjum annars vegar og á meginlandi Evrópu hins vegar. f þjóðarétti eru réttarheimildir taldar samningar, venjur og viðurkenndar grundvallarreglur. Kenningar virtra fræðimanna og dómsúrlausnir eru viður- kenndar sem stuðningsgögn við lögskýringar. í frönskum rétti eru staðfestir alþjóðasamningar taldir æðri landslögum. Reglur Evrópuréttar eru réttarheim- ildir í löndum Evrópubandalagsins og Evrópudómstóllinn túlkar fyrirmæli samkvæmt markmiðum stofnsáttmála bandalaganna. Norrænn réttur hefur ekki farið varhluta af þessum breytingum. Eftir inngöngu Danmerkur í Evrópubandalagið gengur evrópuréttur fyrir dönskum rétti, þar á meðal þjóðréttarreglur sem Evrópubandalagið er aðili að. Jafnframt geta úrlausnir Evrópudómstólsins verið bindandi fyrir danska dómstóla um þau efni sem reglur evrópuréttarins taka til. Svo róttækar breytingar varðandi réttarheimildir og meðferð þeirra í því ríki sem stendur okkur næst í réttarlegu og menningarlegu tilliti geta ekki látið okkur ósnortna. Á undanförnum árum hafa ríkisstjórnir Norðurlanda farið nokkuð halloka fyrir Mannréttindanefnd Evrópu og Mannréttindadómstólnum og um fátt er meira rætt nú um stundir meðal norrænna lögfræðinga en evrópurétt, enda er stefnt að því að öll Norðurlönd verði brátt aðilar að evrópsku efnahagssvæði og lúti evrópskum lögum og dómstólum í nokkrum mæli. í febrúar 1989 birtist sem fylgiskjal Skýrslu umboðsmanns Alþingis fyrir árið 1989 ritgerð eftir Stefán Má Stefánsson prófessor undir heitinu: „Um þörf á iögfestingu þjóðréttarsamninga" þar sem meginniðurstöður höfundar eru þær, í samræmi við viðurkenndar skoðanir, að þjóðréttarsamningar fái ekki sjálfkrafa lagagildi hér á landi nema þeim sé veitt það með löggjöf; dómstólar verði að fara eftir landslögum þar til þeim hafi verið breytt með lögformlegum hætti. í dómum Hæstaréttar 1985 1290 og 1987 356 var talið að 2. gr. stjórnarskrár- innar stæði því ekki í vegi að dómari sem jafnframt hafði haft afskipti af máli sem lögregluyfirvald færi með málið fyrir dómi og dæmdi það. í HRD 9. janúar 1990 og nokkrum síðari dómum (12. janúar, 17. janúar, 2. febrúar, 5. febrúar, 8. febrúar og 14. febrúar 1990) hefur Hæstiréttur komist að gagnstæðri niðurstöðu. í millitíðinni hafði það gerst að dómfelldu í fyrri málunum höfðu kært til Mannréttindanefndar Evrópu og nefndin skotið öðru málinu til Mannréttinda- dómstólsins þar sem hún taldi að brotið hefði verið gegn mannréttindasáttmála Evrópu með því að héraðsdómurinn hefði ekki verið óhlutdrægur. Málið hafði 130
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.