Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Qupperneq 39

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Qupperneq 39
leikjunum, gætu notið verndar heldur einnig leikurinn sem slíkur sem kvik- mynda- eða myndverkf Iðulega er auðveldara að sýna fram á eftirlíkingu skjámyndar heldur en forrits. Síðar hófu rétthafar hugbúnaðar að yfirfæra þessi sjónarmið yfir á annars konar hugbúnað og reyndu að fá staðfesta vernd yfir skjámyndum sem birtast við keyrslu forrita af ýmsum toga. Upp kom sú spurning hvort höfundaréttur að forriti nái jafnframt til þess að vernda skjámyndina eða hvort skjámyndin sem slík, óháð forritinu, geti verið verndað hugverk. Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir því að forritið ákvarðar það hvernig skjámyndin lítur út. Jafnframt er ljóst að tvö mismunandi forrit geta kallað fram sömu myndina. Sé litið þannig á að vernd forritsins nái til að vernda skjámynd- ina, gæti það haft í för með sér að forrit 2, sem stýrir sömu skjámynd og forrit 1, sé talið brjóta gegn forriti 1 sem er þó sjálfstætt forrit og frábrugðið forriti 2. í Bandaríkjunum var það staðfest í eftirfarandi máli að skjámynd sem inniheldur texta geti notið sérstakrar verndar. f máli þessu var um að ræða deilu milli Digital, höfundar Crosstalk samskiptaforritsins, og Softklone, höfundar Mirror forritsins. Aðalvalmyndir beggja forritanna litu mjög svipað út. Á þeint birtust annars vegar 75 og hins vegar 80 valmöguleikar sem boðið var upp á. Hver valmöguleiki var gefinn til kynna með tilteknu heiti og skyldi slá inn fyrstu tvo stafi hvers heitis (RE fyrir ,.REplay“, RQ fyrir „ReQuest" o.s.frv.) Dómurinn hafnaði því að skjámynd Mirror skerti höfundarétt að Crosstalk forritinu. Á hinn bóginn viðurkenndi dómurinn sérstakan höfundarétt að skjámynd þeirri sem birtist við keyrslu Crosstalk forritsins og taldi hana vera bókmenntaverk, nánar tiltekið það sem í bandarísku höfundalögunum er skilgreint sem „compilation". Talið var að í skjámyndinni fælist nægileg tjáning til að um verndað verk væri að ræða. Sagt var að hugmyndin að baki forritinu fælist í notkun skjámyndar til að sýna stöðu forrits, notkun skipanakerfis og einnig því að slá inn tvo stafi til að virkja hverja skipun. Til útfærslu á þessari hugmynd var eftirfarandi talið: yfirskriftirnar, skipulag skipananna í skjámyndinni, það að unnt var að lýsa upp tiltekna fleti og það að hafa tiltekna stafi stóra“ Áður hafði í Bandaríkjunum fallið dómur í deilu höfundar Print Shop hugbúnaðar, sem notaður var til að búa til nafnspjöld o.þ.h. og eiganda sams konar hugbúnaðar, Print Master. Sá dóntur veitti uppbyggingu forrits vernd, þar með töldum skjámyndunum, eins og dómurinn orðaði það. í þessum dómi er skjámynd ekki veitt sjálfstæð verndf Þegar dómurinn í máli Digital var kveðinn upp skráði Copyright Office"' ekki 66. Sjá t.d. Midway Mfg. Co. gegn Dirkschneider. 543 F. Supp. 466 (D. Neb. 1981). 67. Digital Communications Ass., Inc. gegn Softklone Distributing Corp., 659 F. Supp. 449 (N.D. Georgia 1987). 68. Broderbund Software, Inc. gegn Unison World, Inc., 648 F. Supp. 1127 (N.D Cal. 1986). 69. Samkvæmt bandarísku höfundalögunum er skráning verka og afhending eintaka til Copyricht Office skilyrði þess að hefja málssókn vegna brota á höfundarétti og skilyrði þess að í slíkum málum megi dæma lögmannsþóknun eða skaðabætur sem ákvarðaðar eru af dómara samkvæmt 504. gr. laganna. 165
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.