Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Blaðsíða 46

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Blaðsíða 46
kóti forrits sé umfangsmikill og að hönnun hafi verið tímafrek. Hefðbundin sjónarmið höfundaréttar fela í sér að þessi atriði eigi ekki að ráða því hvort um verndað verk er að ræða eða ekki, lína í ljóði getur notið verndar höfundaréttar, svo dæmi sé nefnt. Rökin að baki höfundaréttarvernd hugbúnaðar, eins og annarra hugverka, eru fólgin í hvoru tveggja, umbun til höfunda fyrir verk sín og í hvatningu til samningar nýrra verka. Sjónarmið höfunda er að of lítil vernd leiði til þess að höfundar fái ekki til baka þá fjárfestingu sem þeir hafa lagt í hugbúnað. Frá sjónarhóli samkeppnisaðila höfundar leiðir á hinn bóginn of rík vernd til stöðnunar í atvinnugreininni. Fyrir þá er æskilegast að hafa sem rýmstan aðgang að því að hanna samkeppnishæfan hugbúnað og samhæfðan hugbúnaði sem fyrir er á markaðnum. Til að ná því markmiði er oft nauðsynlegt að notfæra sér hluta eða þætti úr eldri hugbúnaði. Þeir hagsmunir sem þarf að meta eru því annars vegar hagsmunir höfunda eldri hugbúnaðar, liins vegar hagsmunir höfunda nýrri hugbúnaðar sem líka má skilgreina sem hagsmuni hugbúnaðariðnaðarins í heild og þar með hagsmuni almennings. Nýrri hugbúnaður getur ýmist verið ódýrari eftirlíking af eldri hugbúnaði eða í honum falist merkilegar nýjungar sem hugsanlega hefði ekki tekist að hanna án þekkingar á þeim eldri. Halda má því fram að því meir sem hugbúnaður felur í sér nýjungar eða framfarir frá eldri hugbúnaði, því ríkari vernd eigi hann að fá. Forrit sem á hinn bóginn ávinni sér vernd vegna þess hve kröfur um verkshæð eru litlar verði að sæta þröngu umfangi verndar. Slíkur hugbúnaður myndi þá aðeins njóta verndar gagnvart beinni eftirgerð eða því sem næst meðan sá fyrrnefndi nyti jafnframt verndar gagnvart eftirgerð í öðrum atriðum sem ekki eru jafn augljós, svo sem vernd gegn því að uppbygging forrita eða jafnvel skjámynda sé stæld. Hér væri verið að beita mælikvarða um gæðakröfur en þó aðeins til að ákvarða umfang verndarinnar, ekki til að ákvarða hvaða kröfur skuli gera til að yfirleitt sé um verndað verk að ræða. Að þessu leyti væri beitt svipuðum sjónarmiðum þegar um hugbúnað er að ræða og gert er varðandi vernd nytjalistar. Með þessu móti mætti koma til móts við hagsmuni flestra hugbúnaðarhöfunda á þann hátt að verk hvers þeirra um sig nyti þeirrar verndar sem talið væri að honum væri nauðsynlegust eða eðlilegt að hann nyti miðað við það framlag sem hann hefði lagt af mörkum. 172
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.