Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Qupperneq 42

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Qupperneq 42
Hvenær um það er að ræða verður að ákvarða í hverju einstöku tilfelli og hefur eðli verksins og sá kafli sem afritaður er þýðingu í því efni" Fyrir formbundin verk, þar sem svigrúm fyrir sjálfstæða sköpun er minna en ella, er tilhneiging til þess í réttarframkvæmd að þrengja umfang verndarinnar. Þessa hefur gætt við vernd á nytjalist í norrænum rétti83 og við vernd á vísindaverkum í þýskum réttif 6.2 Hvenær skerðir hugbúnaður höfundaréttindi yfir eldri hugbúnaði? I þessum kafla verður reynt að varpa ljósi á umfang höfundaréttarverndar að hugbúnaði, hver séu mörk ólögmætrar eftirgerðar annars vegar og sjálfstæðs verks hins vegar. Vera kann að leysa þurfi úr því hvenær hugbúnaður sem byggir áeldrihugbúnaði teljist vera aðlögunskv. 5. gr. höfl. og njóti þannigsjálfstæðrar verndar. Má þá beita sömu sjónarmiðum og rædd eru í kafla 5 um hvort skilyrðið um sjálfstæða andlega sköpun sé uppfyllt. Það sem hafa verður að leiðarljósi við mat á því hvort um eftirgerð eða sjálfstæða sköpun er að ræða er hvort þau atriði, sem vernd hins verndaða hugbúnaðar byggist á eða veittu honum gildi sem vernduðu verki, birtast í síðara verkinu. Auðveldast er að sýna fram á skerðingu höfundaréttar að eldra forriti ef yngra forrit afritar kóta þess. Ekki er unnt, frekar en um aðrar tegundir verka, að setja fram neina reglu um tiltekið hlutfall sem þurfi að vera sameiginlegt báðum verkum til að um skerðingu sé að ræða. Að aðeins lítill hluti er tekinn úr eldra forriti getur nægt til að um eftirgerð sé að ræða. Vegna þess að minna svigrúm er til að sjálfstæð sköpun nái fram í hugbúnaðar- gerð en við sköpun margra annarra tegunda verka þarf þó augljóslega meira magn efnis til að sjálfstæð sköpun nái fram að ganga heldur en í venjulegum bókmenntaverkum. Ein lína í ljóði nýtur auðveldlega verndar en það sama gildir ekki um nokkrar línur í kóta. Bent hefur verið ás5 að lágmarksmagn þess sem verndað er ráðist að nokkru af því forritunarmáli sem kóti er skrifaður í. Röð 20 - 30 skipana í þriðjukynslóðarmáli, t.d. FORTRAN, njóti venjulega ekki verndar, en öðru máli kunni að gegna um sama fjölda í fjórðukynslóðarmálf? En nægir að líta á kótann sem slíkan frekar en á texta bókmenntaverka? Ef aðeins lítill hluti kótans var afritaður eða alls ekki er unnt að sýna fram á slíka afritun, er þá ekki um brot að ræða? Geti uppbygging forrits yfirleitt notið 82. Latman, bls. 32 83. Sjá kafla 5.1. 84. Sjá kafla 5.2. 85. Stensaascn, bls. 69. 86. Síðarnefnd kynslóð forritunarmála er þróaðri að því leyti að slík mál eru að nokkru sjálfvirk, svokallaðir forritssmiðir. Hver skipun í slíku máli samsvarar röð skipana í þriðjukynslóðarmáli. Stensaasen. bls. 23 - 24. 168
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.