Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Page 27

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Page 27
ásamt því að ýmsum ákvæðum laganna hefur verið breytt með tilliti til þessara verka. Þetta var gert í bandarísku höfundalögunum árið 1980 og þýsku, frönsku, bresku og japönsku höfundalögunum árið 1985. Fjölmörg fleiri ríki hafa endurbætt höfundalöggjöf sína á þessu sviði. Vorið 1989 voru Danir fyrstir Norðurlandaþjóðanna til að samþykkja slíka lagabreytingu14 og Svíar fylgdu í kjölfarið þá um sumarið'.5 Almenn skoðun í Noregi og Finnlandi er að hugbúnaður falli undir þarlend höfundalög óbreyttl'’ Eins og fyrr segir er upptalning á tegundum verndaðra verka í 2. mgr. 1. gr. höfl. ekki tæmandi. Um almenn skilyrði sem verk þarf að uppfylla til að höfundaréttarvernd stofnist erfjallað í kafla 5.1 en þau eru í stuttu máli að í verki komi fram andleg sköpun sem sé ný og sjálfstæð. Með vísan til þessa og til umfjöllunar í köflum 5.3 og 5.4 skal fullyrt að hugbúnaður falli undir íslensku höfundalögin ef skilyrði eru uppfyllt. 3.4 50. gr. höfundalaga 73/1972 I 50. gr. höfundalaga 73/1972 er ákvæði um sérstaka vernd útgefinna rita. Höfundalög annarra norrænna ríkja hafa einnig að geyma samsvarandi ákvæði sem eru jafnframt sérnorrænt fyrirbæri. í lögum hinna Norðurlandaþjóðanna er ákvæðið orðað þannig að það taki til skráa, taflna og þvílíkra verka sem geymi safn upplýsinga. Hefur verið rætt um hvort hugbúnaður geti fallið undir ákvæðið. Niðurstaðan hefur orðið sú að svo sé ekki. Veigamestu rökin gegn því að beita katalogreglunni, eins og ákvæðið hefur verið nefnt á hinum Norður- löndunum, eru þau að henni yrði aðallega beitt til verndar einföldum forritum og slík vernd myndi þá fela í sér einokun á einföldum algoritmum1.7 Hins vegar hefur verið talið að beita megi reglunni til að vernda gagnabanka1.8 3.5 Aðrar réttarreglur í settum lögum finnast nokkrar aðrar reglur sem geta skipt máli varðandi vernd hugbúnaðar. í 26. gr. laga 56/1978 um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti er ákvæði um bann við að hafast nokkuð það að í atvinnustarfsemi sem brjóti í bága við góða viðskiptahætti. í 35. gr. sömu laga er ákvæði um bann við hagnýtingu atvinnuleyndarmála. Auk þessa eiga rétthafar hugbúnaðar að sjálfsögðu möguleika á að stjórna nýtingu hugbúnaðar að einhverju leyti með samningum. 14. L. 1989 378. 15. SFS 1989:396. 16. NOU 1986:18, bls. 11, Kommittébetánkande 1987:8, bls. 168. 17. Um beitingu 43. gr. norsku höfundalaganna um hugbúnað, sjá Stensaasen, bls. 120 - 129. 18. Stensaasen, bls. 237. 153

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.