Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Blaðsíða 29

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Blaðsíða 29
bókmenntaverk. Þar er einnig tekið fram að vernd teikninga nái því aðeins til þess að forrit sé samið eftir þeim ef þær eru það nákvæmar að þær feli í sér form forritsins? Til að varpa betra ljósi á eðli kerfislýsinga er rétt að líta á aðrar teikningar sem geta notið verndar skv. höfundalögum. Skv. 2. mgr. 1. gr. höfundalaga 73/1972 nýtur byggingalist höfundaréttarverndar. Arkitektateikningar eru birtingar- form byggingarverks rétt eins og byggingin sem slík. Slíkar teikningar njóta þá verndar gegn eftirgerð og gegn því að bygging sé reist eftir þeim, rétt eins og byggingin sjálf nýtur slíkrar verndar. Hæstiréttur hefur talið að teikningar byggingatæknifræðings af einingahúsum úr steinsteypu nytu verndar skv. 2. mgr. 1. gr. höfl? Ýmsar aðrar teikningar, t.d. teikningar af vélum, njóta hins vegar verndar skv. 3. mgr. 1. gr. höfl. ogsamsvarandi ákvæðum í höfundalögum hinna Norðurlandanna. Talið hefur verið að vernd slíkra teikninga nái ekki til þess að hindra uppfærslu eftir teikningunum, enda er sú framleiðsla ekki verk í skilningi höfundalaga á sama hátt og byggingalist. Ef kerfislýsingar eru það ítarlegar að vandalaust er að rita forrit eftir þeim hljóta sömu sjónarmið að eiga við um þær og um arkitektateikningar, þær eru þá birtingarform forritsins sjálfs. Þær myndu þá vera verndaðar sem bókmennta- verk á sama hátt og forritið sjálft, þar á meðal gegn því að aðrir riti forrit eftir þeim. Ef lýsingarnar eru ekki það ítarlegar eða fullunnar að unnt sé að rita forrit eftir þeim er ekki hægt að telja þær birtingarform forritsins sjálfs. Þær eru þá einungis birtingarform þeirrar sköpunar sem þegar hefur farið fram og einungis verndaðar gegn eftirgerð eins og aðrar teikningar skv. 3. mgr. 1. gr. höfl. Handbækur með leiðbeiningum um notkun og viðhald hugbúnaðar geta án vafa notið verndar sem bókmenntaverk. 5. SKILYRÐI OG TAKMÖRK HÖFUNDARÉTTARVERNDAR AÐ HUGBÚNAÐI 5.1 Almennt um skilyrðið um sjálfstæða andlega sköpun Andlag verndar samkvæmt höfundalögum 73/1972 eru bókmenntaverk og Iistaverk, sjá 1. mgr. 1. gr. í 1. mgr. 2. gr. eru hugverk nefnd sem samheiti verndaðra verka. í höfundalögum hinna Norðurlandaþjóðanna er á sama hátt talað um „ándsverk“ (norsku höfundalögin) og „værk“ eða „verk" (dönsku, sænsku og finnsku höfundalögin). Þýsku höfundalögin nefna „persönliche geistige Schöpfung“ og þau bandarísku „original work of authorship“. Frekari 24. SOU 1985:51, bls. 91. 25. HRD 1985 528. 26. Koktvedgaard, Lærebog..., bls. 59 og 104- 105 og Bergström, bls. 66-67. 155
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.