Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Blaðsíða 34

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Blaðsíða 34
5.4 Niðurstaða fræðimanna og dómaframkvæmd á Norðurlöndum, í V-Þýska- landi og í Bandaríkjunum varðandi skilyrði verndar 5.4.1 Almennt Hér verður gerð grein fyrir helstu niðurstöðum fræðimanna á Norðurlöndun- um, í V-Þýskalandi og í Bandaríkjunum um hver séu mörk hins verndaða og óverndaða þegar um hugbúnað er að ræða. Einnig verður getið helstu dóma sem gengið hafa í þessum löndum um þetta efni. 5.4.2 Norðurlönd. Sjálfstæð andleg sköpun Á Norðurlöndum hefur niðurstaða fræðimanna í stuttu máli orðið sú að setja ekki ströng skilyrði fyrir höfundaréttarvernd hugbúnaðar. Þar er lögð mest áhersla á að einstaklingsbundin einkenni verði að vera fyrir hendi og til að svo sé verði að vera fyrir hendi fleiri en einn möguleiki á að búa til forrit sem leysa á hið tiltekna verkefni. Bing telur ekki mikið þurfa til að koma til að tveir höfundar leysi vandamál á mismunandi háttl4 Stensaasen kemst að þeirri niðurstöðu að forrit, sem séu annað en einföldustu forritsbrot (rutiner) eða séu ekki byggð á nákvæmri lýsingu, njóti verndar!5 Danska höfundaréttarnefndin taldi að hugbúnaður tilheyrði í sama mæli og nytjalist sviði þar sem með tilliti til atvinnufrelsisins verði að krefjast varúðar í að veita vernd en tekur þó fram að í öllum venjulegum tilfellum séu forrit, sem seld séu á almennum markaði, vernduð að höfundarétti, hvort sem um sé að ræða leikjaforrit, gagnagrunnsforrit, ritvinnsluforrit eða forrit sem ætluð eru til tæknilegrar notkunar, þ.e. þýðendur o.þ.hf’ Virðist hér í fljótu bragði vera nokkur mótsögn á ferðinni. í frumvarpi með lögum til breytinga á dönsku höfundalögunum er tekið fram, eftir að lögð hefur verið áhersla á atvinnufrels- ið, að forrit njóti ekki verndar ef það sé ekki yfir því marki sem telja megi almenna sameign í formi venjulegra og nærliggjandi aðferða og lausnaf Sú skoðun hefur verið sett fram að þessi hvatning til þröngrar túlkunar leiði til þess að takmarkaður fjöldi forrita njóti verndart8 Virðist þó ástæðulaust að óreyndu að óttast ónóga vernd, enda virðast athugasemdirnar með frumvarpinu aðallega beinast að því að beita skuli strangari túlkun en við hefðbundin bókmenntaverk og myndlist, þar sem kröfur hafa verið mjög litlar. 44. Bing bls. 31-32. 45. Stensaasen, bls. 54. 46. Betænkning 1064/1986, bls. 43-44. 47. Lovforslag nr. L. 132, Folketinget 1988 - 89, bls. 8. 48. Blutne í Juristen. bls. 61. 160
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.