Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Qupperneq 34
5.4 Niðurstaða fræðimanna og dómaframkvæmd á Norðurlöndum, í V-Þýska-
landi og í Bandaríkjunum varðandi skilyrði verndar
5.4.1 Almennt
Hér verður gerð grein fyrir helstu niðurstöðum fræðimanna á Norðurlöndun-
um, í V-Þýskalandi og í Bandaríkjunum um hver séu mörk hins verndaða og
óverndaða þegar um hugbúnað er að ræða. Einnig verður getið helstu dóma sem
gengið hafa í þessum löndum um þetta efni.
5.4.2 Norðurlönd. Sjálfstæð andleg sköpun
Á Norðurlöndum hefur niðurstaða fræðimanna í stuttu máli orðið sú að setja
ekki ströng skilyrði fyrir höfundaréttarvernd hugbúnaðar. Þar er lögð mest
áhersla á að einstaklingsbundin einkenni verði að vera fyrir hendi og til að svo sé
verði að vera fyrir hendi fleiri en einn möguleiki á að búa til forrit sem leysa á hið
tiltekna verkefni.
Bing telur ekki mikið þurfa til að koma til að tveir höfundar leysi vandamál á
mismunandi háttl4 Stensaasen kemst að þeirri niðurstöðu að forrit, sem séu
annað en einföldustu forritsbrot (rutiner) eða séu ekki byggð á nákvæmri
lýsingu, njóti verndar!5
Danska höfundaréttarnefndin taldi að hugbúnaður tilheyrði í sama mæli og
nytjalist sviði þar sem með tilliti til atvinnufrelsisins verði að krefjast varúðar í að
veita vernd en tekur þó fram að í öllum venjulegum tilfellum séu forrit, sem seld
séu á almennum markaði, vernduð að höfundarétti, hvort sem um sé að ræða
leikjaforrit, gagnagrunnsforrit, ritvinnsluforrit eða forrit sem ætluð eru til
tæknilegrar notkunar, þ.e. þýðendur o.þ.hf’ Virðist hér í fljótu bragði vera
nokkur mótsögn á ferðinni. í frumvarpi með lögum til breytinga á dönsku
höfundalögunum er tekið fram, eftir að lögð hefur verið áhersla á atvinnufrels-
ið, að forrit njóti ekki verndar ef það sé ekki yfir því marki sem telja megi
almenna sameign í formi venjulegra og nærliggjandi aðferða og lausnaf Sú
skoðun hefur verið sett fram að þessi hvatning til þröngrar túlkunar leiði til þess
að takmarkaður fjöldi forrita njóti verndart8 Virðist þó ástæðulaust að óreyndu
að óttast ónóga vernd, enda virðast athugasemdirnar með frumvarpinu aðallega
beinast að því að beita skuli strangari túlkun en við hefðbundin bókmenntaverk
og myndlist, þar sem kröfur hafa verið mjög litlar.
44. Bing bls. 31-32.
45. Stensaasen, bls. 54.
46. Betænkning 1064/1986, bls. 43-44.
47. Lovforslag nr. L. 132, Folketinget 1988 - 89, bls. 8.
48. Blutne í Juristen. bls. 61.
160