Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Blaðsíða 65

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Blaðsíða 65
9. Hið árlega málþing félagsins var haldið að þessu sinni síðasta föstudag í september, hinn 28. september 1990 og stóð frá kl. 13.15 til 18.00, þegar léttar veitingar voru framreiddar. Málþingið var haldið í Viðeyjarstofu, og var efnið Evrópuréttur. Framsögumenn voru Hannes Hafstein for- maður samninganefndar íslands í viðræðum EFTA og EB, Stefán Már Stefánsson prófessor, Stefán Þórisson lögfræðingur, Jón Ögmundur Þormóðsson skrifstofustjóri og Rainer Voss varaformaður þýska dóm- arafélagsins. Þátttakendur voru 127 talsins og var Gunnar G. Schram fundarstjóri. Varaformaður félagsins, Skúli Guðmundsson, hafði forystu fyrir undirbúningsnefnd og var Stefán Már Stefánsson prófessor nefnd- inni til halds og trausts. Bókaðir fundarmenn voru alls 535, að málþinginu meðtöldu eða að meðaltali 59 - 60 á hverjum fundi. Stjórnin þakkar öllum þeim sem fluttu erindi á fundum félagsins. Þeir lögðu á sig mikla vinnu til þess að fræða félagsmenn. II. Jólatrésskemmtun fyrir börn og barnabörn félagsmanna var haldin í sam- vinnu við Lögmannafélag íslands 29. desember í Átthagasal Hótel Sögu. Þessi nýbreytni mæltist vel fyrir. III. Jónatan Þórmundsson prófessor, sem verið hafði ritstjóri tímaritsins frá 1984, baðst lausnar frá störfum á síðastliðnu ári frá og með 39. árgangi 1989. Hann vann glæsilegt starf, og varð sæti hans ekki auðskipað. Þeir Friðgeir Björnsson yfirborgardómari og Steingrímur Gautur Kristjánsson borgardómari tóku starfið að sér sameiginlega og er þeim þakkað fyrir það. Þeir eru boðnir velkomnir til starfa og hafa þeir þegar gefið út fyrstu rit þessa árgangs. Um leið er Jónatan Þórmundssyni þakkað fyrir hans mikla og góða starf, sem unnið var af hans alkunnu eljusemi, nákvæmni og fræðimennsku. Undir ritstjórn hans hefur tímaritið blómstrað. Stendur félagið í mikilli þakkarskuld við hann og fyrirrennara hans í ritstjórastarfinu fyrir störf þeirra við að halda uppi þessum þætti lögfræðinnar í landinu. IV. Stjórnarfundir voru alls 16. Milli funda var mikið starf unnið að auki. Erla S. Árnadóttir framkvæmdastjóri tímaritsins vann að samningum við nýjan prentstað þess ásamt hinum nýju ritstjórum og annaðist önnur málefni tímarits- ins. Dögg Pálsdóttir gjaldkeri félagsins sá um fjármál félagsins og bókhald, og Ingvar J. Rögnvaldsson ritari hélt utan um bækurnar. Skúli Guðmundsson varaformaður stjórnaði nefnd stjórnarmanna sem sá um undirbúning málþings- ins. 191
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.