Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Blaðsíða 40
skjámyndir með texta sem sérstök verk vegna þess að litið var þannig á að vernd
forritsins næði til að vernda skjámyndina og skráning væri þannig óþörf. Eftir
uppkvaðningu dómsins komu fram kröfur um breytingu á þessari stefnu. Þann
10. júní 1988 tók Copyright Office þá ákvörðun™ að sama forrit væri nú aðeins
unnt að skrá einu sinni. Höfundar verða því að gera það upp við sig við
skráninguna hvort þeir hyggist skrá verkið sem forrit eða skjámynd.
í nýrra máli en Digital málinu, máli Lotus gegn Mosaic og Paperback, ná
kröfur um vernd nokkru lengra en sú vernd sem dómurinn í Digital málinu
veitir, því m.a. er krafist verndar á heitum valmöguleikanna!1
Dómaframkvæmd á þessu sviði í Bandaríkjunum er alls ekki fullmótuð. Sem
stendur eru menn ekki sammála um hvort æskilegt sé að verndin verði teygð það
langt að hún nái til skjámyndanna og þá sérstaklega til notendaskilanna. Sú
skoðun hefur komið fram að þessi atriði séu einmitt þau sem mestu ráði um
vinsældir forrits og eigi réttarreglurnar að hvetja til framþróunar í greininni sé
nauðsynlegt að þessir þættir séu verndaðirl2 Á hinn bóginn hefur verið bent á að
erfitt sé að fóta sig á því hvað hið svokallaða „look and feel“ sé, orðalag sem
notað sé í dómum bendi til að verið sé að vernda sjálfa hugmyndina!3 Nái
verndin svo langt sé hætt við að vernd á þessum þáttum forrits leiði fremur til
stöðnunar og einokunar en franrþróunar.
Aö lokum skal hér minnst á norskan dóm er varðar skjámyndir. I þeim dómi var tekin til greina
krafa bresks fyrirtækis um að norsku fyrirtæki væri bannað að framleiða og nota tiltekinn
„konverterings“hugbúnað. Krafa breska fyrirtækisins var ekki byggð á höfundaréttarvernd og
byggðist bannið á því að skjámyndir forrits norska fyrirtækisins líktust í það miklum mæli
skjámyndum forrits breska fyrirtækisins að framleiðsla og nýting þess væri andstæð I. gr. laga
nr. 47 1972 um „kontroll med markedsföring og avtalevilkár", sem samsvarar 26. gr. íslensku
laganna nr. 56/1978 um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti!4
5.6 Aðkomuaðferðir og milliskil
í frumvarpinu að tilskipun Evrópubandalagsins um vernd tölvuforrita er vikið
sérstaklega að því sem nefnt hefur verið aðkomuaðferðir (access protocols) og
milliskil (interfaces). Hér er átt við þá þætti í forriti sem eru tengiliðir við önnur
yngri forrit sem ætlunin er að geti unnið með hinu eldra. Til að yngri forritin geti
unnið á þennan hátt þurfa þau óhjákvæmilega að samsvara hinu eldra. Spurning
er hvort þessir þættir hönnunar njóti verndar gegn því að nýir höfundar hanni
70. Copyright Office Notice of Decision concerning Registration and Deposit of Computer Screen
Displays, 53 Fed.Reg. 21,817.
71. Sjá Software Protection, vol. VI. no. 1, bls. 8- 15.
72. Sholkoff, bls. 428.
73. Colman, bls. 126.
74. Strömmen herredsrctt 20.6.1989.
166