Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Side 43

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Side 43
verndar hlýtur sambærileg uppbygging forrita einnig að geta falið í sér skerð- ingu. Vandinn er hér sá að ákvarða ekki umfang verndarinnar það rúmt að hönnuði séu settar skorður við að nota almenn lögmál, hina óvernduðu algoritma. Menn eru sammála um að algoritmarnir sjálfir séu ekki verndaðir. Eins og áður hefur komið fram er höfundarétturinn vernd formsins, ekki hugmyndanna. Spyrja má hversu langt þetta frelsi við að nota algoritmana nái. Við hugbúnaðar- gerð hefur myndast ákveðin sameiginleg þekking, tilteknir algoritmar og forritsbrot hafa orðið til. Slíkt er öllum heimilt að notfæra sér. Erfitt er að gefa annað almennt svar en það að einföld forritsbrot, sem litið er á sem eina möguleikann til að framkvæma ákveðið verkefni, njóta ekki verndar. Stensaasen leggur áherslu á að til að um ný séreinkenni geti verið að ræða í nýja forritinu verði sköpuh að hafa haft áhrif á algoritmann. Eað geti því aldrei verið nægilegt til að komast hjá ólögmætri eftirgerð að setja inn nýjar breytur (variabler), t.d. ný heiti á upplýsingum eða svæðum sem geyma upplýsingarf Hann telur ennfremur ekki nægjanlegt að bæta inn eða breyta einstökum skipunum hér og þar, jafnvel umröðun forritsþátta sé ekki nægileg, hið síðarnefnda vegna þess að ólíklegt sé að síðari höfundur finni frumlega leið til að setja saman þætti sem fyrri höfundur hefur ekki komið auga áf Umritun yfir í nýtt forritunarmál ætti yfirleitt ekki að fela í sér sjálfstæða sköpun. Bent hefur þó verið á að meta verði slíka umritun í hverju tilfelli fyrir sig, tvö forritunarmál geti verið það ólík að umritun hafi áhrif á algoritmannf Fyrri norræni dómurinn um skilyrði fyrir höfundaréttarvernd sem reifaður er hér að framan1'" fjallaði um afritun disklinga. Sá síðari'1 hafnar höfundaréttar- vernd. Þeir skera því ekki úr spurningum varðandi umfang verndarinnar. I Þýskalandi hafa fáir dómar gengið um höfundaréttarvernd hugbúnaðar eftir að kröfur voru hertar fyrir vernd með dómi í máli Incassofyrirtækisins"2 Að einhverju leyti má þó hafa gagn af eldri þýskum dómum sem gengið hafa um þetta efni. Bent hefur verið á að ástæðan fyrir lítilli dómaframkvæmd utan Bandaríkjanna um umfang höfundaréttarverndar að hugbúnaði geti legið í því með hvaða hætti eftirgerð eða notkun hugbúnaðar hafi átt sér stað. Forrit hafi að mestu leyti verið afrituð næstum því í sömu gerð, fyrst tölvuleikir, síðar stýrikerfi og notendahugbúnaðurf1 87. Stensaasen, bls. 65. 88. Stensaasen, bls. 65 - 66 89. Stensaasen, bls. 66 - 67. 90. Sjá neðanmálsgrein 52. 91. Sjá neðanmálsgrein 53. 92. Sjá neðanmálsgrein 58. 93. Dreier, bls. 481. 169

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.