Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Blaðsíða 5

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Blaðsíða 5
verið fellt niður eftir að ríkisstjórnin hafði gert sátt við dómfellda. Sett höfðu verið lög um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði, lög nr. 92/1989, en þau ekki tekið gildi. Það höfðu þannig engar breytingar orðið á íslenskum réttarheimildum í hefðbundnum skilningi sem leiða ættu til annarrar niðurstöðu í síðari málunum en hinum fyrri. Þann 24. maí 1989 féll í Mannréttindadómstólnum dómur í svokölluðu Hauschildt-máli þar sem það var talið brot af hálfu ríkisstjórnar Danmerkur á mannréttindasáttmálanum að dómarar sem höfðu úrskurðað mann í gæsluvarð- hald tækju mál hans síðan til efnismeðferðar. Þann 22. janúar sl. vék sakadómari sæti í máli manns sem hann hafði úrskurðað í gæsluvarðhald og var úrskurðurinn staðfestur í Hæstarétti 2. febrúar. Hvort tveggja hafði tíðkast um langan aldur á íslandi að sömu embættismenn færu með lögregluvald og dómsvald og að dómarar dæmdu í málum manna eftir að hafa úrskurðað þá í gæsluvarðhald. Enginn fræðilegur ágreiningur var um að þessi háttur stæðist að íslenskum rétti. Dómur Hæstaréttar frá 9. janúar sl. leiddi til setningar bráðabirgðalaga þann 13. janúar, nr. 1/1990, þess efnis að við embætti sýslumanna, bæjarfógeta og lögreglustjóra skyldu starfa héraðsdómarar, skipaðir án auglýsingar tímabundið til gildistöku aðskilnaðarlaganna, 1. júlí 1992, eða um rúmlega tveggja ára skeið, og ekki njóta forgangs til embætta eftir þann tíma. Ekki er krafist embættisgeng- is af dómurum þessum og þeim má fela umboðsstörf með samþykki þeirra. Lög þessi virðast hafa verið sett í þeirri trú að með skipan þeirra og setningarhætti væri komið á betra samræmi við fyrirmæli mannréttindasáttmálans en verið hafði. í 1. hefti tímaritsins á þessu ári er grein eftir Ragnar Aðalsteinsson hæstarétt- arlögmann er nefnist „Alþjóðlegir mannréttindasáttmálar og íslenskur lands- réttur“. I grein þessari er fjallað um sjónarmið Stefáns Más Stefánssonar um lagagildi þjóðréttarsamninga og hæstaréttardóminn frá 9. janúar 1990. Meg- inniðurstaðan í greininni er sú að ákvæði alþjóðlegra mannréttindasamninga, sem ísland hefur fullgilt, séu nú hluti landsréttar og að ósamþýðanleg ákvæði landslaga verði að víkja; dómstólum sé því skylt að beita reglum slíkra samninga og veita þeim forgang. Það sem hér hefur verið rakið hlýtur að vekja íslenska lagamenn til umhugs- unar og endurskoðunar á viðhorfum til hugmyndafræði réttarheimilda íslensks réttar. Röksemdafærsla Hæstaréttar í tilvitnuðum dómum frá byrjun þessa árs gefur sérstakt tilefni til að íhuga hvort réttmætt sé að leggja áherslu á skilsmun bindandi réttarheimilda og annarra þátta sem réttilega ráða um mótun þeirrar reglu sem dómstóll telur eiga við ákveðið tilvik. Það er einnig athyglisvert að allir norrænu dómararnir í Hauschildt-málinu voru á gagnstæðri skoðun við meirihlutann, en einn þessara dómenda, Þór Vilhjálmsson, stóð að dómi 131
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.