Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Blaðsíða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Blaðsíða 36
réttinum að hann teldi ekki að forritin hefðu orðið frábrugðin því sem þau voru þó hann hefði ekki unnið að verkinu. Dómi þessum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. 5.4.3 V-Þýskaland. „Inhalt/Form“ I V-Þýskalandi hefur hugbúnaður eins og önnur hugverk sætt umræðu um hvort sjálfstæð andleg sköpun geti birst í innihaldi jafnt og formi verks. Yfirfærum vangavelturnar hér að framan um það hvað í Vefara Laxness telst vera hugmynd, hvað innihald og hvað form yfir á hugbúnað. Mætti þá skilgreina verkefnið, sem forrit á að leysa, sem hugmynd, uppbyggingu þess og útfærslu sem innihald og texta þess, kótann, sem form. V-þýskir fræðimenn eru alls ekki sammála um hvort sköpun hugbúnaðar geti birst í því sem nefnt hefur verið innihaldí4 Ulmer og Kolle eru á þeirri skoðun að eðli vísindaverka útiloki ekki að innihald sé verndað. Þeir benda á að möguleiki á sjálfstæði sé fyrir hendi varðandi söfnun, val, röðun og uppbyggingu efnis, sérstaklega við val þeirra upplýsinga sem setja á inn í forrit og sem eiga að vera afrakstur vinnslu, ennfremur við val, aðlögun og sköpun algoritma og við ákvörðun flæðis í forritinu? Wittmer tekur fram að það sé ekki ímyndunaraflið, eins og við listaverk, heldur sérþekking höfundar, sem leiði til sköpunar. Hver vísindamaður noti hæfileika sína til að bæta við það sem áður var þekkt? Fyrsti dómurinn sem staðfesti vernd hugbúnaðar í V-Þýskalandi gekk árið 1981” Öll síðari dómaframkvæmd virtist vera vel á vegi með að staðfesta þau sjónarmið fræðimanna sem gengu í framangreinda átt þar til æðsta dómstig í V- Þýskalandi, Bundesgerichtshof, fjallaði í fyrsta sinn um vernd hugbúnaðar. Deila reis milli innheimtufyririækis og fyrrverandi starfsmanns þess um réttindi yfir hugbúnaöi sem starfsmaöurinn haföi hannað í starfi sínu. Dómurinn skiptir hugbúnaðargerö í þrjú þrep, kröfugreiningu, kerfishönnun og forritun og tekur fram aö höfundaréttur geti stofnast á hverju þrepi fyrir sig, kerfislýsingar og fylgigögn geti notið verndar. Tekið er fram aö yfirleitt komi sköpun hugverka fram bæöi viö þróun hugmynda og í formi verks. I verkum vísinda- og tæknilegs eölis geti hún hins vegar aðeins birst í formi. Dómurinn tekur fram aö algoritnrar njóti ekki verndar. Varðandi hugbúnaðargerð birtist sköpun aðeins í formi og eðli söfnunar. uppbyggingar/-skiptingar og röðunar efnis. Á öllum þremur stigum sé rúnr fyrir sköpun. Við mat á verkshæð telur dómurinn að fyrst þurfi að meta hvort formið feli í sér einstaklingsbundna eiginleika miðað við eldri verk. Reynist svo vera njóti þó það eitt verndar sem rísi yfir almenna meðalkunnáttu í vali, söfnun. röðun og uppbyggingu/-skiptingu. Dómurinn taldi ekki hafa verið sýnt fram á að þessi skilyrði hcfðu verið uppfyllt og var því höfundaréttarvernd neitað® 54. Sjá tilvísanir hjá Wittmer, bls. 87. 55. Ulmer og Kolle, bls. 178. 56. Wittmer, bls. 91. 57. Landgericht Kassel 21.5.1981. 58. BGH 9.5.1985 („Incassoprogramm"), birtur í GRUR 1985, bls. 1041. 162
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.