Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Blaðsíða 24

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1990, Blaðsíða 24
Höfundaréttarnefndir á Norðurlöndunum hafa talið óþarft að skilgreina þessi hugtök í höfundalögum.3 Gengið verður út frá því að „hugbúnaður" sé heildarheiti yfir eftirfarandi gögn: 1. Forrit, bæði forritstexta, þ.e. forrit á frummáli (source code), og einnig á vélarformi (object code). 2. Kerfislýsingar. Hér er átt við allar lýsingar í skriflegu máli, myndmáli eða í öðru formi sem notaðar eru við gerð forrita. 3. Fylgigögn (documentation) eru öll gögn sem nauðsynleg eru til notkunar og viðhalds forrita.4 Nútíma húgbúnaðargerð er í erlendum fræðiritum iðulega lýst sem „software engineering“. Er þá verið að vísa til þess að beitt sé á kerfisbundinn hátt vísindalegum og tæknilegum aðferðum. Ferli hugbúnaðargerðar er oft skipt niður í stig. Frá höfundaréttarlegu sjónarmiði eru mikilvægust kröfugreining, kerfishönnun og forritun. Undanfari þessa er forkönnun og á eftir fylgir prófun og viðhald. 1. Kröfugreining (Requirements Phase). Á þessu stigi er ákveðið hvaða kröfur gera skal til forrits, hvað forrit á að framkvæma, á hvaða vélbúnað á að nota það o.s.frv. Kröfum þessum er í umfangsmiklum hugbúnaði lýst í sérstöku skjali, kröfulýsingu (requirements specification). 2. Kerfishönnun (System Design). Á þessu stigi er það verkefni sem forrit á að leysa greint niður, vandamálin eru greind niður í einingar, ákveðið hvað hver eining um sig á að framkvæma og þeim síðan raðað upp í kerfi. Ákveðið er hvaða upplýsingum forrit á að vinna úr, hvaða nöfnum þær nefnast og í hvaða magni þær verða tilgreindar. Afrakstri þessa stigs er lýst í teikningum/upplýsingaflæði- ritum sem teljast til kerfislýsinga. 3. Fínhönnun (Detailed Design). Á þessu stigi þarf hönnuður að finna aðferðir til að leysa þau verkefni sem einstakar einingar eiga að inna af hendi. Felst þessi vinna í því að velja og þróa svokallaða algoritma.5 Afrakstri þessa stigs er lýst í myndritum, ýmist flæðiriti (flow-chart) eða nýrri tegund myndrita, (program chart, á þýsku Struktogramm). Stundum er svokallað stoðmál (pseudo-code)'’ notað í stað myndrita. 3. Betænkning 1064/1986, bls. 39, SOU 1985:51. bls. 87, Kommittébetánkande 1987:8, bls. 255. Varðandi skilgreiningu á hugtökum skal vísað til tillagna Alþjóðahugverkastofnunarinnar, WIPO (World Intellectual Property Organization), að texta um sérhannaða vernd fyrir hugbúnað, birt t.d. í GRUR Int. 1978, bls. 286. 4. Góða lýsingu á framangreindum gögnum er að finna hjá Haberstrumpf, bls. 17 - 18. 5. Algoritma má skýra sem lýsingu á því hvernig tiltekið verkefni er leyst af hendi. Á sama hátt og lýsa má í smáatriðum þeirri einföldu athöfn að klæða sig á morgnana eru til algoritmar sem tilgreina allar prímtölur lægri en 1000, svo dæmi sé tekið. 6. Skilgreint í McGraw-Hill Dictionary of Computers. bls. 216 sem forritstexti þar sem hver skipun fyrir sig er þýdd og framkvæmd af tölvu. 150
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.