Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Síða 3

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Síða 3
LÖGFRÆÐINGA 3. HEFTI 46. ÁRGANGUR NÓVEMBER 1996 NÝTT DÓMHÚS HÆSTARÉTTAR ÍSLANDS Fimmtudaginn 5. september síðastliðinn var tekið formlega í notkun nýtt og glæsilegt dómhús Hæstaréttar með hátíðlegri athöfn. Þetta var gleðilegur atburður fyrir margra hluta sakir, en þó fyrst og fremst fyrir það, að um árabil hafði nánast öll starfsaðstaða Hæstaréttar verið réttinum ósamboðin svo ekki sé fastar að orði kveðið, en nú hafði verið úr því bætt. Sú bygging þar sem Hæstiréttur var til húsa var reist á árunum 1946-1948 og átti að vera dómhús réttarins til bráðabirgða. Hugmynd Guðjóns Samúelssonar húsameistara mun hafa verið sú að þessi bygging yrði miðja og aðalinngangur Stjórnarráðsins, sem síðan átti að bæta álmu við inn með Lindargötu. Hæstiréttur hafði hins vegar aðsetur þarna í nærri hálfa öld við síversnandi starfsskilyrði, bæði vegna fjölgunar dómara og starfsfólks réttarins og eins vegna lélegs viðhalds hússins. Bágborin starfsaðstaða Hæstaréttar var ekki síst áberandi vegna þess að við aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði árið 1992 fengu velflestir héraðsdómstólanna viðunandi aðstöðu og sumir ágæta, sem þeir höfðu fæstir áður. Húsnæðismál íslenskra dómstóla eru nú í mun betra horfi en nokkru sinni fyrr þótt bæta þurfi um á stöku stað. Nú er svo komið að íslenskir dómstólar ættu að geta staðist samanburð við dómstóla í nágrannalöndunum að því er húsnæði varðar að minnsta kosti. Þótt á sínum tíma væri nokkuð deilt um staðsetningu dómhúss Hæstaréttar þá urðu það hvorki harðar deilur né langvinnar og ekki verður annað séð en þeir sem voru á móti því að húsið risi þar sem það nú stendur virðist hvorki sárir né móðir. Það skiptir nokkru máli að menn uni bærilega sínum hlut að þessu leyti, enda þótt alvanalegt sé að deilur rísi um það hvar hús skuli standa ekki síst opinberar byggingar. Er þar skemmst að minnast deilna um staðsetningu húss Seðlabanka Islands og Ráðhúss Reykjavíkur. 153
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.