Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Qupperneq 4

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Qupperneq 4
Ekki verður annað sagt en vel hafi verið staðið að verki við byggingu dómhúss Hæstaréttar. Þótt lengi hafi verið rætt um nauðsyn þess að Hæstiréttur fengi nýtt húsnæði og Safnahúsið m.a. nefnt í þeirri umræðu, mun skriður ekki hafa komist á það mál fyrr en á árinu 1991 þegar skipuð var nefnd undir forsæti Þorsteins Geirssonar ráðuneytisstjóra til þess að gera tillögur um framtíðar- húsnæði réttarins. Það var síðan 14. febrúar 1992 að dómsmálaráðherra lagði niðurstöður nefndarinnar fyrir ríkisstjórn og hún samþykkti að byggt skyldi nýtt dómhús fyrir Hæstarétt. Hinn 28. desember sama ár var byggingamefnd skipuð og efnt var til samkeppni meðal arkitekta um dómhúsið. Samkeppnina unnu arkitektar í Studio Granda þau Margrét Harðardóttir og Steve Christer. Byggingarnefnd hússins skipuðu þau Dagný Leifsdóttir deildarstjóri í dóms- málaráðuneytinu, sem var formaður hennar, hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason og Hrafn Bragason, Garðar Halldórsson húsameistari ríkisins og Steindór Guðmundsson forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins. Hinn 15. júlí 1994 tók dómsmálaráðherra fyrstu skóflustunguna. Hinn eiginlegi byggingartími stóð því ekki nema í rúm tvö ár og mun slíkt vera orðið fremur fátítt þegar um opinberar byggingar er að ræða. Þótt margir hafi komið að byggingu þessa húss verður tæpast sagt að á nokkurn sé hallað þótt þar sé sérstaklega nefnt nafn Þorsteins Pálssonar dóms- málaráðherra sem fylgt hefur málinu eftir af krafti og áhuga og á hann miklar þakkir skildar fyrir. Verður ekki annað séð en það sé umtalsvert afrek á þeim tímum þegar ríkissjóður býr við nokkrar þrennginar að fá fjárveitingavaldið til þess að veita fé til byggingar dómhúss og búnaðar, sem kostar um 400 milljónir. Þótt húsnæði sé ætíð aðeins umgjörð þess sem í því fer fram þá er víst að það getur haft töluverð áhrif á hvemig að verkum er staðið. Líðan manna og sjálfsvirðing er oftast í réttu hlutfalli við aðbúnaðinn. Hinu má svo ekki gleyma að gullsalir og ofhlæði bygginga geta haft öfug áhrif, gert þá sem þar eiga skjól að verri mönnum. Hér er engu slíku til að dreifa og ekki verður annað sagt en hús Hæstaréttar sé tiltölulega látlaus bygging þótt nokkuð dýr væri. Það er engum vafa undirorpið að hin stórbætta starfsaðstaða Hæstaréttar á eftir að verða réttinum lyftistöng í einu og öllu og gleðilegt er að þetta gerist samfara því að afköstin hafa aukist og meðferðartími mála er óðfluga að nálgast viðunandi horf. Þetta ætti að leiða til þess að traust manna á réttinum vaxi enn og þar með traust manna á dómskerfinu öllu. 154
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.