Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Síða 11

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Síða 11
Uppgjör það, sem fram fer í tilefni riftunar, getur oft verið flókið, t.d. mat á hæfilegri leigu fyrir afnot, greiðslur fyrir endurbætur o.s.frv. Eins er hugsanlegt, að greiðslu verði ekki skilað, t.d. vegna þess að hún er farin forgörðum. Sjá þó H 1981 997 (m.b. Skálafell) og H 1987 338 (Heildsala). í fyrra málinu stóð það ekki í vegi riftunar af hálfu kaupanda, að bátur sá, sem kaup höfðu verið gerð um, fórst í róðri og varð því ekki lengur skilað seljendum. I síðara málinu var talið, að það stæði ekki í vegi fyrir viðurkenningardómi um riftun, þótt kaup- andi heildsölunnar hefði selt hluta af þeim vörum, sem hún keypti af seljanda, og þótt seljandinn hefði selt veðskuldabréf þau, sem kaupandinn greiddi hluta kaupverðsins með. Þá er það ókostur riftunar í samanburði við afslátt, að erfitt getur verið að leiða sönnur að því, að gagnaðili hafi beitt svikum. Hefur oft komið fram ákveðin tregða hjá dómstólum við því að byggja niðurstöður í gallamálum á svikum, sbr. t.d. H 1963 378 (Stórholt). Loks er þess að geta, að það kann að vera matskennt atriði, hvenær fullnægt er því skilyrði riftunar, að vanefnd sé veruleg. Um tilvik, þar sem riftunarkröfu kaupanda var hafnað, en kaupanda dæmdur afsláttur sjá t.d. H 1994 1335 (Laufás).15 2.3 Skaðabætur Skaðabætur lýsa sér í því, að skuldari greiðir kröfuhafa fjárhæð, sem hefur það að markmiði að gera kröfuhafann eins settan og réttar efndir hefðu farið fram (efndabætur). Er slrk bótagreiðsla ýmist innt af hendi til viðbótar efndum in natura og kemur þá sem eins konar uppbót, eða þá að skaðabætur koma í stað efnda in natura.16 Bætur er einnig hægt að ákvarða á öðrum grundvelli, þ.e. á þeim grundvelli, að samningsaðili verði eins settur og enginn samningur hefði verið gerður (vangildisbætur). Samningsaðili getur t.d. á þeim grundvelli krafist þess að fá bættan kostnað sinn af samningsgerðinni, en það er honum hagstæðara en efndabætur, ef ekki hefur verið um að ræða hagkvæman samning frá fjár- hagslegu sjónarmiði.17 Vangildisbætur bæta fyrst og fremst tjón, sem samnings- aðili bíður vegna þess, að hann reiðir sig á samning, sem reynist ógildur eða er rift. Skilyrði skaðabóta í lausafjárkaupum vegna galla á söluhlut eru ýmist þau, að hlut skorti þá eiginleika, sem ætla má, að áskildir hafi verið; að um sé að ræða vanrækslu seljanda eftir kaup; að seljandi hafi haft svik í frammi, sbr. 2. mgr. 42. gr. kpl., þegar um einstaklega ákveðin kaup er að ræða. Einnig hefur verið talið, að vanræksla seljanda á því að upplýsa kaupanda um ástand og eiginleika hins selda, geti leitt til bótaskyldu seljanda, sbr. t.d. H 1986 543 (Citroen GS Pallas) og H 1963 378 (Stórholt). 15 Bernhard Gomard: Obligationsret, 2. del, bls. 129-130. 16 Bernhard Gomard: Obligationsret, 2. del, bls. 151-152. 17 Um mun efndabóta og vangildisbóta sjá t.d. Bernhard Gomard: Obligationsret, 2. del, bls. 32. 161
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.