Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Side 14

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Side 14
og hagstæðara að krefjast afsláttar heldur en riftunar, ef ekki er hægt að skila gagngreiðslunni til baka, t.d. vegna þess að hún hefur farið forgörðum eða vegna þess, að hún er ekki í sama ásigkomulagi og hún var, sbr. 1. mgr. 57. gr. kaupalaga.25 Það á þó ekki við í öllum tilvikum, að kaupandi sé betur settur með að halda söluhlut og fá afslátt í stað þess að rifta kaupum. Aðstæður geta í vissum tilvikum verið með þeim hætti, að gölluð greiðsla sé kaupanda harla lítils virði, þótt afsláttur komi í kjölfarið. Carl Jacob Arnholm nefnir það sérstæða dæmi, að fyrir þann mann, sem pantað hefur hárkollu, sem á að vera svo góð, að ómögulegt sé að greina hana frá hans eigin hári, sé það lítils virði að fá lélega hárkollu, sem ekki fullnægir framangreindum kröfum, þótt afsláttur fylgi með. Og kaupandi, sem kernur í ostabúð til þess að kaupa fyrsta flokks ost, þarf ekki að leggja sér til rnunns skemmdan ost, þótt afsláttur fylgi með til bragðbætis.26 Afsláttur getur leitt til niðurstöðu, sem er fjárhagslega hagstæðari fyrir kaupanda heldur en skaðabætur, ef hlutur hefur verið seldur yfir sannvirði.27 Sjá nánar um það atriði kafla 5.1. Afsláttur getur verið hagstæðari fyrir seljanda heldur en riftun. Seljandi þarf þá einvörðungu að lækka endurgjaldið, en hann þarf ekki að taka hlutinn til baka og leita sér síðan að nýjum viðsemjanda. Má segja, að afsláttur leggi yfirleitt ekki eins þungar byrðar á seljandann eins og riftun getur gert.28 Því verður þó ekki haldið fram, að afsláttur sé alltaf seljanda hagstæðara vanefndaúrræði heldur en riftun. Þannig má hugsa sér það dæmi, að A selji B bíl fyrir 100.000 krónur og síðar kemur í ljós, að á bílnum er galli, sem rýrir verðgildi hans um 25%. Vel má hugsa sér, að A hefði alls ekki selt bílinn fyrir 75.000 krónur, ef hann hefði vitað um gallann. Hann hefði t.d. getað notað bílinn sjálfur eða látið gera við hann fyrir lægri fjárhæð en afslættinum nemur. Þótt seljandi geti fært að því sönnur, að hann hefði ekki selt hlutinn á hinu lægra verði, ef hann hefði vitað um gallann, getur hann ekki fengið samninginn lýstan óskuldbindandi fyrir sig nema í algjörum undantekningartilvikum.29 Okostir afsláttar eru helstir þeir, að hann getur í vissum tilvikum leitt til fjárhagslegrar niðurstöðu, sem er óhagstæðari heldur en skaðabætur. Afsláttur bætir ekki fylgitjón heldur einvörðungu verðrýrnun þá, sem vanefnd veldur á hinu selda. Að vísu er bættur kostnaður sá, sem samningsaðili hefur af því að staðreyna gallann, sbr. H 1967 108 (Bugðulækur).30 Fjárhæð afsláttar er miðuð við kaupverðið eins og það var, og fylgir fjárhæðin því ekki verðbólgu.31 Þá 25 Bernhard Gomard: Obligationsret, 2. del, bls. 31 og 129. 26 Carl Jacob Arnholm: Almindelig Obligasjonsrett, bls. 288. 27 Carl Jacob Arnholm: Almindelig Obligasjonsrett, bls. 287. 28 Sjá t.d. Bernhard Gomard: Obligationsretten, 1. del, bls. 171. 29 Sjá t.d. Carl Jacob Arnholm: Almindelig Obligasjonsrett, bls. 288-289; Kristen Andersen: Kjopsrett, Osló 1962, bls. 188; Bernhard Gomard: Obligationsret, 2. del, bls. 134. 30 Sjá einnig Henry Ussing: Kpb, bls. 137. 164

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.