Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 23

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 23
þegar afsláttur væri ákveðinn, og af þeim sökum yrði að kveða á um afsláttinn eftir álitum. Þætti þá verða að hafa í huga, að hér væri um gamalt tæki að ræða, sem í voru settir nýir varahlutir, og svo hitt, að vinnulaun voru, eins og sagt var, um 47.000 krónur. Þætti afslátturinn því hæfilega ákveðinn 75.000 krónur. Varð því niðurstaðan sú, að fjárhæð afsláttar var fundin með svipuðum aðferðum og fjárhæð skaðabóta.53 Sjá einnig H 1996, 29. febrúar (Honda Accord) í málinu nr. 311/1994. Þar var að því vikið, að í málinu nyti ekki við gagna um, hvert hafi verið líklegt gangverð bifreiðar af þeirri gerð, sem hér um ræðir, í desember 1992, annars vegar miðað við, að hún væri ekin 84.000 kílómetra og hins vegar 135.000 kílómetra. Yrði því að ákveða afslátt handa kaupanda að álitum, en í þeim efnum yrði tekið mið af fyrirliggjandi matsgerð, sem ekki hefði verið hnekkt með yfirmati. 5.3 Aðferðir dómstóla við að ákvarða fjárhæð afsláttar í fasteignakaupum Eins og rakið er í kafla 5.2, er það tiltölulega sjaldgæft í lausafjárkaupum, að dómstólar leggi hina stærðfræðilegu formúlu til grundvallar, þegar þeir ákvarða fjárhæð afsláttar. Til þess skortir yfirleitt fullnægjandi upplýsingar, og er afsláttur þá ákvarðaður að álitum og/eða með hliðsjón af tilteknum gögnum, sem fyrir hendi eru. Hið sama á við í fasteignakaupum. Af ástæðum þeim, sem raktar eru í kafla 7 hér á eftir, er enn meiri erfiðleikum bundið að fínna tölur inn í hina stærðfræðilegu formúlu í fasteignakaupum heldur en í lausafjárkaupum. Skulu hér tilfærð nokkur dæmi þessa. I H 1990 506 (Breiðabakki) var jörð við kaup sögð vera 50 ha., en hún reyndist við síðari mælingu vera 32 ha. Kaupverðið var 950.000 krónur. Kaupendur töldu sig eiga rétt til skaðabóta eða afsláttar. Matsmenn voru dómkvaddir til að meta, hvað væri eðlilegt að færa verð jarðarinnar mikið niður með tilliti til þess, að stærðin reyndist svo miklu minni, heldur en upp hafði verið gefið við kaup. Niðurstaða þeirra var sú, að hæfilegt væri að meta þá ca. 18 ha, sem á vantaði, á 13.500 krónur pr. ha., þ.e. 18 ha. x 13.500 = 243.000 krónur sem var krafa kaupenda í málinu. Héraðsdómur tók þá kröfu til greina að fullu og byggði á því, að kaupendur hefðu ekki mátt búast við svo miklum frávikum varðandi stærð landsins, og var kaupandinn talinn eiga rétt til afsláttar. Hæstiréttur taldi, að kaupendur hefðu mátt ætla, að landið væri ca. 50 ha. og að frávikin varðandi stærðina yrðu minni, heldur en raun varð á. Seljendur hefðu að vísu ekki ábyrgst nákvæma stærð, en þeir hefðu sjálfir talið, að landið væri 50 ha. Stærðin væri meðal þess, sem áhrif hefði haft á kaup- verðið, og stærðarmunur væri tiltölulega mikill miðað við heildarstærð. Sam- kvæmt þessu og forsendum héraðsdóms ættu kaupendur rétt til afsláttar. „Við ákvörðun hans er rétt að hafa hliðsjón af áliti dómkvaddra matsmanna um hektaraverð á landinu, en einnig til þess, að kaupendum var ljóst, að skeikað gæti um landsstærðina. Þykir afsláttur hæfilega ákveðinn 170.000 krónur". 53 Sjá nánar um dóm þennan Sigurður T. Magnússon, bls. 57-60. 173
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.