Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Qupperneq 27

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Qupperneq 27
heimilt að dæma afslátt, þótt hans hafi ekki verið krafist berum orðum. Hefur þá yfirleitt verið vísað í 113. gr. laga nr. 85/1936, nú 111. gr. laga nr. 91/1991. I 5. málslið 113. gr. laga nr. 85/1936 kom fram sú regla, að kæmi málsástæða fram í skjali, en aðili hreyfði henni þó ekki sérstaklega í sókn eða vörn, skyldi dómari meta það eftir atvikum hverju sinni, hvort slík málsástæða gæti komið til greina. I 2. mgr. 111. gr. laga nr. 91/1991 segir, að dómari megi ekki byggja niðurstöðu sína á málsástæðu eða mótmælum, sem hefðu mátt koma fram, en gerðu það ekki við meðferð máls. Ef atviks er getið í framlögðu skjali, en aðili hefur ekki hreyft því sérstaklega sem málsástæðu í sókn eða vörn, þá metur dómari eftir atvikum, hvort sú málsástæða komi til greina. í athugasemdum greinargerðar við 111. gr. laga nr. 91/1991 segir, að efnislega svari reglur 111. gr. til 113. gr. laga nr. 85/1936, og verði því ekki séð, að einstök atriði hennar þarfnist skýringar. I H 1967 108 (Bugðulækur) var seljandi sýknaður af skaðabótakröfu kaup- anda. Hins vegar var kaupanda dæmdur afsláttur af kaupverði, þótt hans hefði ekki verið krafist, og var um það atriði vísað til 113. gr. laga nr. 85/1936. í H 1969 612 (Sólheimar) dæmdi héraðsdómur afslátt, þótt ekki hefði hans verið krafist, með vísan til 113. gr. laga nr. 85/1936. Hæstiréttur vísaði málinu hins vegar frá héraðsdómi vegna vanreifunar. I H 1974 109 (Hraunbær) dæmdi héraðsdómur afslátt, þótt ekki hefði hans verið krafist, sbr. 113. gr. laga nr. 85/1936, en Hæstiréttur dæmdi skaðabætur. 6.2.4 Afsláttar ekki krafist, en hann dæmdur, án þess að vísað væri til 113. gr. laga nr. 85/1936 I kafla 6.2.3 er getið dóma, þar sem dómstólar hafa talið sér heimilt að dæma afslátt, þótt ekki hafi hans verið krafist, með vísan til 113. gr. laga nr. 85/1936. Þá má og finna dóma, þar sem dómstólar hafa talið sér heimilt að dæma afslátt, þótt ekki hafi hans verið krafist, og án þess að vitna sérstaklega í 113. gr. laga nr. 85/1936. í H 1983 2148 (Bjarg við Seljalandsveg) dæmdi meiri hluti Hæsta- réttar afslátt, þótt ekki hefði hans verið krafist. Var til stuðnings þeirri niður- stöðu ekki vitnað sérstaklega til 113. gr. laga nr. 85/1936. í H 1982 934 (Þing- vallastræti á Akureyri) sýknaði meiri hluti Hæstaréttar seljanda af skaðabóta- kröfu kaupanda. Minni hlutinn dæmdi afslátt og án þess að vísa til 113. gr. laga nr. 85/1936. í H 1993 132 (Akranes) gerði kaupandi aðallega kröfu um riftun vegna verulegra galla á fasteign, sem hann hafði fest kaup á. Til vara gerði hann þá kröfu, að til frádráttar kröfum seljanda kæmi til skuldajafnaðar tiltekin fjárhæð. Meiri hluti Hæstaréttar taldi galla verulegan og kaupanda eiga rétt til riftunar. Minni hluti Hæstaréttar taldi, að gallinn væri ekki verulegur, og því væru ekki fyrir hendi skilyrði riftunar. Varakrafa kaupanda lyti að skuldajöfnuði vegna skaðabótaskyldu seljanda eða afsláttar af kaupverði. Skaðabótaskylda væri ekki fyrir hendi, en kaupandinn var hins vegar talinn eiga rétt á afslætti. 177
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.