Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Qupperneq 32

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Qupperneq 32
eignarinnar hefur hækkað, er það ekki hagkvæmt fyrir kaupandann að rifta, auk þess sem riftun leiðir til þess, að kaupandinn verður að flytja burt af eigninni. Afsláttur leiðir hins vegar til þess, að kaupandinn fær bætur, og á stundum fullar bætur. Og fyrir seljandann þýðir afsláttur það, að kaupverðið er lækkað niður í það, sem myndi hafa orðið eða hefði átt að verða, ef tilvist gallans hefði verið kunn.66 Skal hér næst getið helstu sjónarmiða, sem orðuð hafa verið til leiðbeiningar um það, hvenær afsláttarheimildin á við í fasteignakaupum, og jafnframt litið til úrlausna íslenskra dómstóla. 7.3.1 Umfang galla og eðli hans I fyrsta lagi er talið, að einvörðungu eigi að beita afsláttarheimildinni í grófari tilvikum eða alveg augljósum tilvikum. Minni háttar frávik geta því ekki veitt rétt til afsláttar.67 Eins skiptir máli, hvers eðlis galli er. Benda má á nokkra dóma, þar sem lögð er áhersla á umfang og eðli galla og stórfelldur galli talinn veita heimild til afsláttar, en minni háttar galli ekki. IH 1967 108 (Bugðulækur) var seljandi sýknaður af bótakröfu kaupanda, þar sem varhugavert þótti að fullyrða, að seljandi hafí mátt vita, að hitalögnin í hinni seldu íbúð væri svo tærð, sem raun bar vitni. En þegar litið var til þess, að seljandinn lét sjálfur leggja hitalögnina í húsið „... og spjöllin á henni reyndust þau, sem í héraðsdómi greinir ...“ þótti kaupandinn eiga rétt til afsláttar á kaupverðinu. I H 1982 934 (Þingvallastræti á Akureyri) sýknaði meiri hluti Hæstaréttar seljandann af bótakröfu kaupanda, og vék ekki að hugsanlegum rétti hans til afsláttar, en í sératkvæði minni hlutans sagði: „... Vegna þess, hve hinn leyndi galli var stórfelldur, tel ég, að seljandi beri ábyrgð á honum, hvort sem hann vissi af honum eða ekki. Af þessum sökum álít ég, að kaupandi eigi rétt á afslætti af kaupverðinu“. I H 1983 2148 (Bjarg við Seljalandsveg) sagði meiri hluti Hæstaréttar, að umrætt hús hefði verið hálfrar aldar gamalt við kaup. Kaupandi gat því búist við, að leiðslur og lagnir væru teknar að láta sig. Allt að einu yrði þó að telja, að hann hafi ekki mátt ætla, að rafmagnsleiðslurnar væru orðnar svo lélegar, að af þeim stafaði hætta, svo sem síðar hefði komið í ljós. Af þeim sökum þótti kaupandinn eiga rétt til nokkurs afsláttar. í H 1995 1136 (Bólstaðarhlíð) er til þess vitnað, að ummerki hafí ekki verið sýnileg um leka á gluggum, þegar kaupandi skoðaði íbúðina. „... Verður ekki talið, að hún hafi af öðrum ástæðum haft tilefni til að gera ráð fyrir slikum annmarka á eigninni“. Þá segir, að seljendur hafi ekki sannað, að þeir hafi gert kaupendum grein fyrir lekanum, áður en kaupsamningur komst á, og beri þau því ábyrgð á honum gagnvart kaupanda. Kaupandi hafi hins vegar ekki sýnt 66 Sjá Bernhard Gomard: Obligationsret, 2. del, bls. 135. 67 Sjá nánar Anders Vinding Kruse: Ejendomskob. bls. 132 o.áfr. 182
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.