Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Qupperneq 33
fram á, að seljendur hafi leynt sig gallanum sviksamlega eða að skilyrði standi
á annan hátt til þess að dæma kaupanda skaðabætur úr hendi seljenda. Verði
kaupanda þvf ákveðinn afsláttur úr hendi seljenda, og þótti hann hæfilega
ákveðinn 20.000 krónur.
I H 1995 1401 (Bakkahlíð) er til þess vitnað, að annmarkar á jarðvatnslögn
og sökkulveggjum hússins hafi verið með þeim hætti, að kaupendur hafi ekki
mátt búast við slíku. Voru kaupendur taldir eiga rétt til afsláttar úr hendi
seljanda af þeim sökum. Sjá einnig H 1996, 3. október (Logafold) í málinu nr.
195/1995.
I framangreindum dómum virðist áherslan liggja bæði á því, hve mikið kvað
að gallanum og hvers eðlis hann var. í H 1990 506 (Breiðabakki) var talið, að
kaupendur jarðarinnar hefðu mátt ætla, að hið selda land hefði verið ca. 50 ha.,
og að frávikin varðandi landstærðina yrði minni, heldur en raun varð á. Þessi
dómur og H 1983 2148 (Bjarg við Seljalandsveg) endurspegla það viðhorf, að
kaupendur megi jafnan búast við einhverjum frávikum varðandi magn og gæði,
og að það sé ekki fyrr en komið er yfir ákveðin mörk í þeim efnum, sem hægt
er að krefjast afsláttar. Sjá til samanburðar H 1947 518 (Spítalastígur) og H
1996, 15. febrúar (Hverfisgata 63 Hf.) í málinu nr. 223/1995.
7.3.2 Vitneskja seljanda
Heimild kaupanda til að krefjast afsláttar er í eðli sínu óháð því, hvort
seljanda var kunnugt um galla eða ekki, sbr. 42. gr. kpl. Seljandi verður m.ö.o.
dæmdur til að veita kaupanda afslátt af kaupverði, þótt honum hafi verið
ókunnugt um gallann.
Sjá varðandi lausafjárkaup t.d. H 1989 199 (Valtaradómur), þar sem ekki
þótti fram komið, að seljandinn hefði vitað við umrædda sölu, að valtarinn væri
af árgerð 1969. Þóttu því ekki skilyrði til þess að dæma seljandann til greiðslu
skaðabóta. Kaupandinn var hins vegar talinn mega treysta því, að þær
upplýsingar, sem lágu fyrir við kaupin, væru réttar, og þar sem valtarinn var
verðminni en kaupandinn mátti gera ráð fyrir, og þannig haldinn galla, þótti
kaupandinn eiga rétt til afsláttar af kaupverði hans. í H 1996, 29. febrúar
(Honda Accord) í málinu nr. 311/1994 þótti sannað, að seld bifreið hefði verið
ekið a.m.k. 135.000 kílómetra, þegar hún var seld, en ekki 84.000 kílómetra,
eins og greindi í afsali. Var kaupandi bifreiðarinnar því talinn eiga rétt til
afsláttar af kaupverðinu „... án tillits til þess, hvort stefnda mátti vera kunnugt
um þessi atvik“.
Varðandi fasteignakaup sjá H 1967 108 (Bugðulækur), en í því máli þótti
varhugavert að fullyrða, að seljandi hefði mátt vita, að hitalögnin í hinni seldu
fasteign var tærð. Var sýknað af bótakröfu, en dæmdur afsláttur. Sjá einnig
sératkvæði í H 1982 934 (Þingvallastræti á Akureyri), en þar var talið, að
kaupandinn ætti rétt til afsláttar úr hendi seljanda, hvort sem seljandinn vissi um
tilvist gallans eða ekki.
Þrátt fyrir ákvæði 42. gr. kpl., er það talið geta skipta máli í fasteignakaupum
183