Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Qupperneq 34

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Qupperneq 34
varðandi afsláttarheimildina, hvort seljandi vissi eða mátti vita um gallann, án þess þó að gera kaupanda kunnugt um hann.68 Er þá talið, að heimild kaupanda til þess að krefjast afsláttar sé rýmri, ef seljandi hefur vanrækt upplýsinga- skyldu sína. Sjá um hið síðastnefnda til athugunar H 1985 1284 (Fremri-Nýpur). Jörð var seld árið 1981 og ræktað land hennar þá sagt 70 hektarar, en reyndist við ntælingu eftir kaup 52 hektarar. Seljandinn hafði átti jörðina frá 1963-1981 og þann tíma aukið ræktanlegt land hennar úr 9 hekturum í 52 hektara, honum „... átti því að vera ljóst, að upplýsingar í kaupsamningi aðilja um stærð ræktaðs lands jarðarinnar voru ekki réttar ...“. Var kaupandi af þeim sökum talinn eiga rétt til skaðabóta vegna þess, að svo miklu skeikaði um túnstærðina. Héraðsdómur lagði til grundvallar, að ósannað væri, að seljandinn hefði beitt svikum, þar sem hann hefði ekki vitað betur en túnstærðin væri 70 hektarar. Hins vegar yrði að telja þetta verulega vanrækslu hjá seljanda eða gáleysi um atburði, sem honum hafi borið að vita um við söluna. Yrði því að leggja til grundvallar, að kaupandi ætti rétt á afslætti en ekki skaðabótum. I H 1993 839 (Safamýri) segir, að upplýst sé í málinu, að seljandinn hafi við söluna vitað, að húsið var hlaðið, og að hann hafi ekki skýrt frá því við söluna. Einnig þótti upplýst, að fasteignasali sá, sem annaðist söluna fyrir seljanda og kom því fram sem umboðsmaður seljanda, hafi fullyrt aðspurður, að húsið væri steinsteypt. Þá segir í dóminum: „Hin selda eign hafði því ekki þá eiginleika, sem við kaupin var af hálfu stefnda talað um, að hún hefði... á stefnandi því rétt á afslætti, sem nerni þeirri hlutfallslegu verðrýrnun, sem gallinn nernur og matsmenn hafa metið 5%“. I H 1995 1136 (Bólstaðarhlíð) segir varðandi leka í gluggum, að seljendur hafi ekki sannað, að kaupendum hafi verið gerð grein fyrir lekanum, áður en kaupsamningur komst á, þótt ekki sé sýnt fram á, að seljendur hafi leynt gallanum sviksamlega eða skilyrði standi á annan hátt til að dæma kaupanda skaðabætur. „Verður henni því ákveðinn afsláttur úr hendi áfrýjenda af þessum sökum“. í H 1996, 15. febrúar (Hverfisgata 63 Hf.) í málinu nr. 223/1995 hagaði þannig til, að af teikningum selds húss mátti ráða, að grunnflötur þess væri allnokkru minni en hermt var í söluyfirliti. Þótt kaupendur hafi átt kost á að komast að raun um þetta með öllu nánari athugun, þótti verða til þess að líta, að vegna ákvæða 2. tl. 1. mgr. 10. gr„ sbr. 11. gr. laga nr. 34/1986 urn fasteigna- og skipasölu, hafi kaupendur mátt treysta réttmæti upplýsinga um grunnflöt hússins í söluyfirliti, enda virðist ekkert hafa gefið þeim tilefni til annars við venjulega skoðun eignarinnar. Yrði kaupendum því ekki metið í óhag, að þau hefðu gengið út frá því við gerð kaupsamnings, að grunnflötur hússins væri 177 fermetrar eins og greindi í söluyfirliti. Seljendur voru hins vegar sýknaðir af afsláttarkröfu kaupenda af öðrum ástæðum, sbr. nánar kafla 9. 68 Sjá t.d. Anders Vinding Kruse: Ejendomsk0b, bls. 133. 184
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.