Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Síða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Síða 36
7.3.5 Nýbyggingar Þegar um nýbyggingar er að ræða, hefur það sjónarmið verið orðað, að slaka megi á kröfunni um, að verulega þurfi að kveða að galla. Er þetta talið liggja í sjálfu gallahugtakinu.72 Söluhlutur hefur þá ekki það notagildi og verðgildi, sem slíkir hlutir hafa almennt. 8. VEXTIR AF AFSLÁTTARKRÖFU Ef kröfuhafi, t.d. kaupandi í lausafjár- eða fasteignakaupum, á rétt til afsláttar af umsömdu kaupverði, á hann jafnframt rétt til vaxta af afsláttarfjárhæðinni. Áhorfsmál getur hins vegar verið í einstaka tilvikum, við hvaða tímamark á að miða upphafstíma vaxtanna. Þar getur meðal annarra atriða skipt máli, hvernig kröfugerð kaupanda er háttað. Afsláttur er ákvarðaður með hliðsjón af kaupverðinu eins og það raun- verulega var á kaupsamningsdegi, og fylgir fjárhæð afsláttarins því ekki verðbólgu. Kaupandi á samkvæmt því rétt til vaxta af afsláttarfjárhæðinni frá kaupsamningsdegi (tjónsdegi), sbr. 7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987. Sjá kafla 2.3 hér að framan. I H 1990 506 (Breiðabakki) voru vextir af afsláttarfjárhæðinni dæmdir frá kaupsamningsdegi í samræmi við kröfugerð kaupanda. Sjá einnig H 1989 199 (Valtaradómur). I H 1955 665 (Skrúfudómur) kemur fram, að endanlega var gengið frá viðskiptum aðila 13. mars 1951. Kaupandinn miðaði vaxtakröfu sína við það tímamark, og voru honum dæmdir vextir í samræmi við kröfugerðina. I H 1974 109 (Hraunbær) miðaði kaupandi vaxtakröfu sína við útgáfudag afsals. Héraðsdómur dæmdi kaupanda afslátt af kaupverði og miðaði upphafs- tíma vaxta við það tímamark. Hæstiréttur dæmdi skaðabætur og miðaði upp- hafstíma vaxta við sama tímamark. Atvik kunna að vera með þeim hætti í einstaka tilvikum, að upphafstími vaxta verði ekki miðaður við kaupsamningsdag, heldur síðara tímamark. í sératkvæði í H 1982 934 (Þingvallastræti á Akureyri) var upphafstími vaxta miðaður við dagsetningu matsgerðar. I H 1983 2148 (Bjarg við Seljalandsveg) kom m.a. fram, að reikningar þeir, sem lagðir voru til grundvallar dæmdri fjárhæð, báru með sér að vera greiddir síðast á árinu 1975 og fyrri hluta árs 1976. Rétt þótti því að reikna vexti frá 1. júní 1976. Kaupsamningur var dags. 14. júní 1975 og fékk kaupandi eignina afhenta 30. júní 1975. Hann krafðist vaxta frá 1. júlí 1975. í H 1967 108 (Bugðulækur) var afsal dagsett 1. september 1962. Matsgerð dómkvaddra matsmanna var dagsett 18. maí 1963 og byggði kaupandi krofu- gerð sína í málinu á niðurstöðu hennar. Hann krafðist vaxta frá 28. maí 1963, og voru vextir dæmdir af afsláttarfjárhæðinni frá því tímamarki í samræmi við kröfugerðina. 72 Sjá Anders Vinding Kruse: Ejendomsk0b. bls. 140 og Bernhard Gomard: Obligationsret, 1. del, bls. 168. Sjá dóm í UfR 1987. 434 (H). 186
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.