Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Síða 38

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Síða 38
Samkvæmt 1. tl. 3. gr. fyrningarlaga nr. 14/1905, sbr. 1. mgr. 5. gr., fymast kröfur út af sölu eða afhendingu á vörum eða lausafé á 4 áram frá því krafa varð gjaldkræf. Á þetta við um skaðabóta- og afsláttarkröfur í lausafjárkaupum.73 Krafa kaupanda um skaðabætur úr hendi seljanda vegna galla í fasteignakaupum fymist á 10 árum frá því krafan varð gjaldkræf, sbr. 2. tl. 4. gr. fymingarlaga og H 1959 105 (Efstasund). Er þá upphaf fyrningarfrests miðað við það tímamark, er kaupandi mátti verða gallans var. Gegnir hinu sama um kröfu kaupanda til afsláttar af kaupverði vegna galla á seldri fasteign.74 10. LOKAORÐ Af dómum þeim og fræðiskoðunum, sem að framan er gerð grein fyrir, má glöggt ráða, að það er ýmsum erfíðleikum bundið að ákvarða afslátt á grundvelli hinnar stærðfræðilegu foiTnúlu, sem talin er felast í orðunum „að tiltölu“ í 42. gr. kpl. Formúlan hefur, af ástæðum þeim sem áður eru raktar, þótt erfið í notkun, bæði í lausafjár- og fasteignakaupum, en þó ekki hvað síst í fasteignakaupum. Þrátt fyrir þá annmarka, sem eru því samfara að beita afsláttarheimildinni, t.d. í fasteignakaupum, hefur þótt of viðurhlutamikið að hafna heimildinni alfarið, en jafnframt er játað, að heimildinni þarf að beita með ákveðinni varúð. Dómsúrlausnir bera það með sér, að sanngjarnt þykir, að kaupandi fái dæmdan afslátt úr hendi seljanda, þótt honum takist hvorki að færa nákvæmar sönnur á sannvirði gallalauss söluhlutar né heldur hlutfallið milli verðmætis gallaðs og ógallaðs söluhlutar.75 Eins og bent er á í kafla 7.2 leiðir af framangreindu, að oft verður að líta til viðgerðarkostnaðar og ákvarða fjárhæð afsláttar út frá honum. Afsláttur er þá í raun ákvarðaður á eins konar efndagrandvelli, og þarf þá ekki að koma á óvart, þótt dómstólar leiti eftir ábyrgðargrundvelli, t.d. sök. Því er það svo, að dómsúrlausnir, þar sem afsláttur er dæmdur, eru oft eins konar sambland af beitingu afsláttar- og skaðabótaheimilda. Dómstólar virðast hins vegar sjaldnast gera mjög alvarlegar tilraunir til þess að ákvarða fjárhæð afsláttarins út frá þeim sjónarmiðum, sem fram koma í 42. og 43. gr. laga nr. 39/1922, þótt finna megi einstaka undantekningar þar í frá. Þá er og vert að vekja á því athygli, að þegar dómstólar leiða rök að því, að skilyrði afsláttar séu fyrir hendi í einstökum úrlausnum sínum, minnir rökstuðningurinn mjög oft á rökstuðning fyrir skaðabótum, t.d. á grundvelli skorts á áskildum kostum. Er þá vandséð, af 73 Sjá t.d. Ólafur Lárusson: Fyrirlestrar um fyrningu, bls. 14-15. 74 Sjá til athugunarH 1992 1040 (Hrafnaklettur), þar sem segir, að málið hafi af hálfu stefnda verið höfðað til efnda á skyldu samkvæmt kaupsamningi um fasteign. Um lengd fymingarfrests fari því eftir 2. tl. 4. gr. laga nr. 14/1905 um fymingu skulda og annarra kröfuréttinda. Eignin hafi samkvæmt afsali verið afhent 1. janúar 1982. Kröfur stefnda á hendur áfrýjendum hafi því verið ófymdar, er stefna var birt þeim í nóvember 1987. 75 Sjá Sigurður T. Magnússon, bls. 66. 188
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.