Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Page 41
1. INNGANGUR
Verkefni lögmanna eru margvísleg. Stór þáttur starfa þeirra lýtur að því að
koma fram af hálfu aðila í skjóli umboðs, sem þeim hefur verið falið. Það er
umfjöllunarefnið hér á eftir að gera grein fyrir megininntaki þessa umboðs, en
í því efni verður einkum horft til þess sem nefnt er málflutningsumboð í 4. gr.
laga nr. 61/1942 um málflytjendur (hér eftir nefnt MFL). Þó verður einnig litið
að nokkru leyti til efnis umboðs lögmanna, þegar þeir annast hagsmuni
skjólstæðinga sinna utan réttar. Á þeim vettvangi er þó að mörgu að hyggja og
auðvitað útilokað að gera tæmandi grein fyrir öllum tilvikum.
I MFL eru ákvæði er lúta að því, hverjum málsaðili má fela að flytja mál fyrir
sína hönd. Lögin gera ráð fyrir fimm afbrigðum málflutningsumboðs. / fyrsta
lagi getur aðili, ef hann er einstakur maður, látið tiltekin skyldmenni fara með
mál fyrir sig, sbr. 1. mgr. 5. gr. MFL. í öðm lagi geta félög eða stofnanir, sem
hafa embættisgenga lögfræðinga í fastri þjónustu sinni, látið þá fara með mál
sín fyrir héraðsdómi hvar sem er á landinu, sbr. 21. gr. laganna. í þriðja lagi
getur málsaðili falið héraðsdóms- eða hæstaréttarlögmanni að flytja mál fyrir
sig. Ef aðili fer ekki sjálfur með mál sitt, lögmæltur fyrirsvarsmaður eða þau
skyldmenni, sem talin eru upp í 1. mgr. 5. gr., er hann skyldur til að fela
meðferðina héraðsdóms- eða hæstaréttarlögmanni, ef mál er rekið fyrir
Hæstarétti eða héraðsdómi í Reykjavík eða á Akureyri, sbr. 2. mgr. 5. gr. MFL.
(Hér eftir verður orðið lögmaður notað um þessar tvær starfsstéttir.) Þannig
njóta lögmenn sérréttinda til málflutnings á greindum stöðum. Auk þeirra hefur
dómsmálaráðherra með auglýsingu nr. 242/1976 ákveðið, að sérréttindi
lögmanna skuli taka til fleiri staða. ífjórða lagi getur aðili, ef mál er rekið utan
þeirra staða sem einkaréttur lögmanna nær til, falið hverjum lögráða manni,
sem hefur almennan þroska meðferð máls síns, sbr. 19. gr. MFL. Það mun vera
fágætt nú til dags, að aðili veiti ólöglærðum manni málflutningsumboð á
grundvelli 19. gr.1 I fimmta lagi getur aðili falið manni, sem rétt hefur til
málflutnings í öðru ríki á Evrópska efnahagssvæðinu, að flytja mál sitt, þótt það
sé rekið á því svæði, þar sem sérréttindi lögmanna taka til, enda starfi hann að
málinu með lögmanni, sbr. 4. mgr. 5. gr. MFL. Talið er, að almennt gildi sömu
reglur um málflutningsumboð, hver svo sem málflutningsumboðsmaðurinn er,
hvort sem hann er lögmaður eða ekki.2 Þó er það ekki algilt, sbr. 1. mgr. 4. gr.
MFL.
Áður en fjallað verður um efni og inntak málflutningsumboðs, þykir
nauðsynlegt að víkja nokkrum orðum að forsögu þeirra reglna, sem nú er taldar
gilda um umboð málflytjenda.
2. SÖGULEGUR BAKGRUNNUR
Norsku lög Kristjáns konungs V. frá 15. apríl 1687 (hér eftir nefnd NL) tóku
1 Markús Sigurbjörnsson: Einkamálaréttarfar, bls. 123.
2 Markús Sigurbjömsson: Einkamálaréttarfar. bls. 124.
191