Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Page 51

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Page 51
H 1980 1232 K höfðaði mál gegn S, H og I til heimtu skuldar á hendur sameignarfélagi stefndu. í héraðsdómi segir, að stefna í málinu hafi ekki verið birt samkvæmt ákvæðum VIII. kafla 1. nr. 85/1936, heldur hafi S áritað hana um, að hún væri löglega birt honum og öðrum stefndum, og að fallið væri frá stefnufresti fyrir H, sem sé búsett erlendis. S sé lögfræðingur að mennt, en hafi ekki málflutningsréttindi, og sé ekki í þeim tengslum við H og I, sem talin séu í 1. mgr. 5. gr. MFL. Hann hafi skilað greinargerð fyrir sig og aðra stefndu og krafist sýknu þeim til handa. Þar sem S hafði ekki lögmannsréttindi, var talið, að honum væri óheimilt að fara með mál fyrir stefndu I og H, sbr. 2. mgr. 5. gr. MFL. Þótti það jafngilda því, að ekki hefði verið sótt þing af þeirra hálfu. Og þar sem stefnubirting fór ekki fram samkvæmt ákvæðum VIII. kafla laga nr. 85/1936 var málinu vísað frá dómi, að því er stefndu I og H varðaði. Vegna ákvæða 46. gr. sömu laga um samaðild, þótti, er hér var komið, verða að vísa málinu frá, að því er varðaði S einnig. Niðurstaða héraðsdóms var staðfest í Hæstarétti, að því er varðaði frávísun krafna á hendur I og H. Þannig er gert ráð fyrir því í núgildandi lögum, að lögmaður málsaðila geti staðfest lögmæti birtingar stefnu með áritun sinni á samrit hennar. í b-lið 3. mgr. 83. gr. er þó gerður sá fyrirvari, að í áritun lögmannsins á stefnuna þurfi að koma fram, að stefndi hafi falið honum að sækja þing fyrir hann við þingfestingu málsins. Ef slíka yfirlýsingu skortir, væri dómara líMega rétt að líta svo á, að birting stefnu hafi ekki farið fram. Hafa verður í huga, að það er aðeins eftir reglu 3. mgr. 83. gr., sem heimilt er að birta stefnu fyrir lögmanni stefnda, en stefna verður til dæmis ekki birt fyrir heimilismanni lögmannsins samkvæmt reglu 3. mgr. 85. gr. Hins vegar er heimilt, ef stefna þarf upphaf- legum málsaðila í meðalgöngusök, framhaldssök eða gagnsök, að birta fyrir umboðsmanni aðilans, sbr. 5. mgr. 91. gr. EML, en hér virðist hver sú aðferð, sem annars má nota við birtingu stefnu fyrir aðila, koma til greina.30 Þá er einnig heimilt að birta tilkynningar, sem dómari lætur frá sér fara til aðila, fyrir umboðsmanni aðilans, eða senda þær umboðsmanninum með öðrum sannan- legum hætti, sbr. 1. mgr. 92. gr. I 88. gr. EML segir, að yfirlýsingu samkvæmt 3. mgr. 83. gr., sem rituð er á stefnu, skuli telja stafa frá stefnda eða eftir atvikum lögmanni hans, þar til hið gagnstæða sannast. Þannig ber stefndi sönnunarbyrðina fyrir því, að áritun hans á stefnu stafi ekki frá honum sjálfum eða lögmanni hans. Reglan minnir um margt á þá reglu 4. gr. MFL, að þegar héraðsdóms- eða hæstaréttarlögmaður eða fulltrúi þeirra sækir þing í máli, skuli þeir taldir hafa til þess umboð, nema annað sé sannað. Ennfremur segir í 2. málslið 1. mgr. 88. gr., að stefnandi verði ekki kraftnn um sönnur þess, að lögmaður, sem ritar undir yfirlýsingu á stefnu samkvæmt 3. mgr. 83. gr., hafi umboð stefnda til þess. Samkvæmt 4. mgr. 83. gr. EML breytir engu þótt stefna hafi ekki verið birt eða komið á framfæri við 30 Markús Sigurbjörnsson: Einkamálaréttarfar, bls. 227. 201

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.