Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Page 57

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Page 57
ins, í samræmi við almennar umboðsreglur SML.39 Samkvæmt 3. mgr. 10. gr. siðareglna Lögmannafélags Islands ber lögmanni jafnan að leita samþykkis skjólstæðings síns, ef leita þarf sérfræðiaðstoðar, svo sem mats- eða skoðunar- manna, ef verulegur kostnaður er því samfara. Af ofangreindu má ef til vill leiða, að málflutningsumboð lögmanns feli í sér heimild til að undirbúa málarekstur með þeim hætti, sem venjulegt er, en í því efni yrði að hafa hliðsjón af efni og umfangi máls. Ef fyrirsjáanlegt er að leggja þurfí út í verulegan kostnað, yrði lögmaður hins vegar að afla samþykkis skjólstæðings síns. Láti lögmaður hjá líða að leita slíks samþykkis, þegar þess er þörf, má eftir atvikum gera ráð fyrir, að umbjóðandi hans verði ekki skuldbundinn gagnvart honum til greiðslu útlagðs kostnaðar. 3.2.4 Dómsátt Dómari leitar sátta, ef aðilar fara með forræði á sakarefninu, sbr. 1. mgr. 106. gr. EML. Sú umleitan fer að jafnaði fram eftir að stefndi hefur lagt fram greinargerð sína, en áður en þing er háð til aðalmeðferðar. Dómara er þó heimilt að leita sátta fyrr, svo og við aðalmeðferð eða eftir að flutningi máls er lokið, sbr. 2. mgr. 106. gr. Leyfilegt er að gera dómsátt, bæði um aðfararhæfar kröfur og viðurkenningakröfur.40 Algengast er, að sáttir séu gerðar um greiðslu peninga, en með sátt getur aðili einnig tekið á sig aðrar skyldur, til dæmis að víkja af fasteign eða selja sáttarhafa nokkur umráð hennar, láta hlut af hendi eða vinna eitthvert tiltekið verk. Allar slíkar sáttir eru aðfararhæfar, enda sé þar mælt fyrir um skyldu málsaðila.41 Dómsátt má gera um hluta máls og verður það þá rekið áfram að öðru leyti. Einnig má gera dómsátt um kröfur, þótt þær hafi ekki verið gerðar fyrir dómi, sbr. 3. mgr. 108. gr. EML. í 1. mgr. 108. gr. segir, að dómari geti synjað aðiljum um að gera dómsátt, ef hann telur ólögmætt að gera hana, efni hennar óljóst eða ómögulegt að efna hana. Talið hefur verið, að málflutningsumboðsmaður hafi almennt ekki heimild til þess að gera dómsátt fyrir hönd umbjóðanda síns, án þess að hafa til þess sérstakt umboð, að minnsta kosti ekki ef hún felur í sér afsal á hagsmunum málsaðilans.42 í dómum Hæstaréttar virðist aðeins tvisvar hafa reynt á umboð málflutningsumboðsmanns til sáttagerðar, þ.e. í H 1984 148 og 1990 840. H 1984 148 H höfðaði víxilmál á hendur S til greiðslu þriggja víxla, hvers að fjárhæð kr. 25.000. Við fyrirtöku málsins fyrir héraðsdómi mætti lögmaðurinn K af hálfu H, en lögmaðurinn E af hálfu S, og var gerð dómsátt um kröfur H. Sáttin, sem gerð var 21. desember 1981, kvað á um greiðslu stefnufjárhæðarinnar, auk 39 Pedersen: Indledning til sagf'orergerningen I., bls. 218. 40 Stefán Már Stefánsson: Réttarsáttir, bls. 29. 41 Stefán Már Stefánsson: Réttarsáttir, bls. 29. 42 Markús Sigurbjömsson: Einkamálaréttarfar, bls. 126. 207

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.