Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 61

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Blaðsíða 61
undantekningu frá þeirri reglu, sem gengið hafi verið út frá um árabil. Þá er því mótmælt, að ástæða sé til að gera greinarmun á dómsátt, sem gerð er undir rekstri máls, og öðrum sáttum. Sagt er, að geymi réttarfarslögin ekki ákvæði um annað, fari heimildir málflutningsumboðsmanns alfarið eftir sérstökum fyrir- mælum umbjóðanda. Réttarfarsrök geti ekki byggt út rétti umbjóðandans til að ráðstafa kröfu sinni með þeim hætti, sem honum sýnist. Skjólstæð-ingurinn sé eigandi kröfunnar og það sé hans að ákveða, hvort gera skuli sátt í málinu eða ekki. Þeirri skoðun er mótmælt, að aðili máls, sem felur málflutnings- umboðsmanni að annast flutning máls fyrir sína hönd, geri almennt ráð fyrir því, að málflytjandinn muni reyna að leita sátta. Þó sé gert ráð fyrir undan- tekningu í ákveðnum tilvikum. Vel geti verið réttlætanlegt að heimila mál- flutningsumboðsmanni að gera sátt án sérstaks umboðs, ef kröfur umbjóðanda hans eru að fullu teknar til greina. Stefnandinn hafi til að mynda enga sérstaka hagsmuni af því að hafna boði um greiðslu kröfunnar með afborgunum á stuttu tímabili, enda gjaldfalli öll sáttin við greiðslufall. Með þessum hætti sé einnig komið í veg fyrir áfrýjun til æðra dóms, en slíkt geti valdið verulegum töfum á greiðslu kröfunnar. I tilvikum sem þessum geti tillitið til hagsmuna gagnaðila verið fullnægjandi röksemd fyrir því að heimila málflutningsumboðsmanni að gera sátt fyrir hönd umbjóðanda síns með bindandi hætti fyrir hann. Engu að síður gæti umbjóðandi þó ávallt takmarkað heimild umboðsmannsins til þessara verka. Til dæmis væri málflutningsumboðsmanni óheimilt að gera sátt, ef honum væri ljóst, að skjólstæðingur hans vildi fá dóm í málinu, en svo kann að vera, þegar hann vill til dæmis skapa fordæmi fyrir önnur sams konar mál. Fleiri hafa lýst sig sammála þessari undantekningu, sem hér var nefnd.48 Ef litið er til réttarreglna í öðrum löndum, er ýmist hvort málflutn- ingsumboðsmanni er heimilt að gera sátt í máli án sérstaks umboðs eða ekki. Til dæmis mun slfk heimild vera fyrir hendi í þýskum og austurrískum rétti og einnig í sænskum rétti, en gagnstæð regla virðist hins vegar gilda í norskum, frönskum og finnskum rétti.49 Þrátt fyrir ofangreinda dóma Hæstaréttar frá 1984 og 1990, er algengt í framkvæmd, að lögmenn riti undir dómsátt, án þess að hafa fengið til þess sérstakt umboð frá skjólstæðingi sínum. Hugsanlegt er, að réttarvenja hafi myndast, sem teldist rýmka umboð lögmanna til gerðar dómsáttar í einhverjum tilvikum, en óvarlegt þykir að fullyrða um slíkt.50 Hins vegar má leiða að því líkur, að lagarök leiði til sömu niðurstöðu við ákveðnar aðstæður. Þau tilvik, sem hér eru höfð í huga, eru einkum þau, þegar tilgangur dómsáttar er sá einn að veita greiðslufrest á kröfum stefnanda. Aður var nefnt, að talið hefði verið, 48 Hurwitz og Gomard: Tvistemál, bls. 106. Munch-Pedersen, Den danske Retspleje II, bls. 70, telur, að gerð dómsáttar geti við vissar aðstæður verið réttlætanleg, en rökstyður það ekki frekar. 49 von Eyben, Juristen 1949, bls. 82. 50 Einar Amórsson og Theodór B. Líndal: Réttarfar I. hefti, bls. 111. Talið er, að þótt lögmenn afli sér oft víðtæks umboðs, sé það tæplega grundvöllur venju. 211
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.