Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Side 66

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Side 66
málflutningsumboðmenn, sbr. 1. mgr. 5. gr. MFL, að vera viðbúnirþví að leggja fram skriflegt umboð til áfrýjunar. í 5. mgr. 151. gr. EML er gert ráð fyrir því, að aðili máls geti afsalað sér rétti til áfrýjunar máls, en slíkt verður þó ekki gert fyrr en genginn er sá dómur eða úrskurður, sem afsalið á að taka til. Sú spurning vaknar hér, hvort mál- flutningsumboðsmaður málsaðila geti með bindandi hætti afsalað honum rétti til áfrýjunar málsins. I ljósi þess, að heimild til áfrýjunar máls felst ekki í málflutningsumboði, má telja víst, að aðili verði ekki bundinn við afsal umboðsmanns síns á rétti til áfrýjunar.62 Þess má geta, að slík regla er í samræmi við það, svo sem vikið var að hér að framan, að almennt er ekki talið felast í málflutningsumboði að gefa eftir kröfur umbjóðandans. Nefna má, að sú regla er einnig talin gilda í dönskum rétti, að málflutn- ingsumboðsmaður geti ekki með bindandi hætti afsalað umbjóðanda sínum rétti til áfrýjunar máls, án hans heimildar.63 Um það má til dæmis vísa til UfR. 1983 117. UfR. 1983 117 Með dómi landsréttar var kröfu K um gjaldþrotaskipti á búi R hafnað. Þá var R einnig sýknaður af þeirri kröfu nokkurra félagsmanna í félaginu A, að ábyrgðaryfirlýsing þeirra, þar sem þeir ábyrgðust tilteknar skuldir gagnvart R, væri óskuldbindandi fyrir þá. Einn félagsmanna í félaginu A áfrýjaði dómi landsréttar til Hæstaréttar Danmerkur. R krafðist frávísunar málsins, þar sem lögmaður A hefði, án nokkurs fyrirvai'a um væntanlega áfrýjun málsins, greitt sér málskostnað þann, sem kveðið var á um í dómi landsréttarins. í þeirri ráðstöfun lögmannsins hafi falist að fallið væri frá áfrýjun málsins, enda rúmist það innan stöðuumboðs lögmanna að afsala umbjóðanda sínum rétti til áfrýjunar máls. A fullyrti hins vegar, að greiðsla lögmannsins til R hafi hvorki verið með hans vilja né vitund og hélt því fram, að sú heimild fælist hvorki í stöðuumboði né málflutningsumboði lögmanna að falla frá áfrýjun máls með þessum hætti. í dómi Hæstaréttar var vísað til rökstuðnings A og frávísunar- kröfu R hafnað. 3.2.8 Kæra Gagnstætt fyrrnefndri reglu urn áfrýjun máls, hefur verið litið svo á, að málflutningsumboð nái til þess að taka ákvörðun um að kæra úrskurði héraðsdómara um réttarfarsleg atriði, sem upp koma undir rekstri máls.64 Sama regla kemur berum orðum fram í 2. tl. 1. mgr. 47. gr. norsku réttarfarslaganna og sama er einnig talið gilda í dönskum rétti.65 Astæðan fyrir því að greina svo 62 Markús Sigurbjörnsson: Einkamálaréttarfar, bls. 125. 63 Gomard: Civilprocessen, bls. 245. 64 Þór Vilhjálmsson: Réttarfar II., bls. 45 og Markús Sigurbjörnsson: Einkamálaréttarfar, bls. 125. 65 Gomard: Civilprocessen, bls. 245. 216

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.