Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Page 68

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Page 68
Ákvæði tilvitnaðrar greinar veitir ekki lögmönnum heimild til þess að taka við greiðslu tildæmdrar fjárhæðar. Ekkert er framkomið um, að stefnandi hafi veitt [G] sérstakt umboð til þess að taka við hinni tildæmdu fjárhæð. Greiðsla stefnda til lögmannsins var því á eigin áhættu stefnda”. Einnig má nefna, að dómsorð segir til um rétt og skyldu aðila, en ekki málflutningsumboðsmanns. Því er það aðeins dómhafi, sem er réttur viðtakandi greiðslunnar, og skuldarinn mundi væntanlega ekki losna undan greiðsluskyldu með því að greiða málflytjanda aðilans.68 Að minnsta kosti má ganga út frá því, að dómþoli beri sönnunarbyrðina fyrir því, að málflytjandinn hafi haft heimild til að veita greiðslunni viðtöku. Þannig verður að telja, að um viðtökudrátt sé að ræða af hálfu dómhafa, sem hafnar greiðslu og ber fyrir sig að greiðslu beri að inna af hendi hjá málflytjanda hans. Dómhafi gæti þá ekki borið fyrir sig vanefndir dómþolans, sem ekki greiðir til málflytjandans.69 UfR. 1944 396 Málavextir voru þeir, að dómhafi sendi til baka greiðslu, sem dómþoli greiddi honum samkvæmt dómsorði. Sendingunni fylgdu þau skilaboð að greiða skyldi skuldina hjá lögmanni dómhafans, enda taldi dómhafinn, að það fælist sjálf- krafa í málflutningsumboði lögmannsins að veita viðtöku greiðslunni og kvitta fyrir móttöku hennar. Dæmt var að kröfuhafanum hafi ekki verið rétt að hafna því að veita viðtöku greiðslunni, og gæti hann því ekki krafist dráttarvaxta frá þeim tíma, sem greiðslan hafði verið boðin fram. Hér mætti einnig nefna H 1962 356, sem að vísu varðar ekki viðtöku greiðslu, er dæmd hafði verið. Af ummælum héraðsdóms virðist þó mega ráða, að sama niðurstaða hefði orðið, þótt greiðsla sú, sem veitt var viðtöku, hefði verið dæmd skjólstæðingi lögmannsins. H 1962 356 Bifreið, vátryggð hjá S, var ekið á R. Fyrir milligöngu P kannaði lögmaðurinn J hvað S fengist til að greiða R í bætur án málsóknar. Allnokkru síðar komst R, að raun um, að J hafði gert samning við S um greiðslu bóta og veitt bótafé viðtöku. Bú J var tekið til gjaldþrotaskipta og fékk R ekki greiðslu kröfu sinnar frá honum. Höfðaði hann mál á hendur S til heimtu bóta, og bar því meðal annars við, að J hafi ekki haft umboð til að taka við bótum fyrir sína hönd frá S. Taldi R að S yrði að bera hallann af því að hafa ekki gengið úr skugga um umboð J til þessara aðgerða. S hélt því fram, að J hafi komið fram samkvæmt stöðuumboði, sbr. 2. mgr. 10. gr. SML og 4. gr. MFL. í málinu var lögð fram 68 Pedersen: Indledning til sagf0rergerningen I., bls. 89. Þar kemur fram, að málflytjandi þurfi að afla sér sérstakrar heimildar til að „modtage og kvittere for domsbel0bet“. 69 Páll Sigurðsson: Kröfuréttur, bls. 381, þar sem fjallað er almennt um viðtökudrátt kröfuhafa. 218

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.