Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Side 73

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Side 73
það, hver áhrif þess eru. Talið er, að ákvæði 1. mgr. 4. gr. MFL um löglíkur fyrir málflutningsumboði lögmanna, gildi ekki um þessa aðstöðu, og verður því lögmaður, sem hefur fengið víðtækari heimildir en felast í almennu mál- flutningsumboði, að sanna umboð sitt, ef það er dregið í efa.87 3.4 Heimild lögmanns til að fela öðrum aðgerðir í skjóli umboðs síns Stöðuumboð lögmanns er persónulegt.88 Honum ber því almennt að vinna sjálfur þau málflutningsstörf, sem honum eru falin.89 Skylda þessi er þó mismunandi eftir því, hvort héraðsdóms- eða hæstaréttarlögmaður á í hlut. Um héraðsdómslögmenn gildir regla 2. mgr. 18. gr. MFL, en þar segir, að sé mál flutt munnlega, beri lögmanninum að gera það sjálfur. Skyldan er hins vegar víðtækari, ef hæstaréttarlögmaður á í hlut, en samkvæmt 2. mgr. 12. gr. MFL er honum skylt að inna sjálfur af hendi þau störf fyrir dómi, sem aðili hefur falið honum. Samkvæmt þessu er meginreglan sú, að lögmanni, sem fengið hefur umboð til að flytja mál fyrir dómi, er óheimilt að fela öðrum tiltekna hagsmunagæslu fyrir skjólstæðing sinn. í MFL eru hins vegar gerðar tvær undantekningar frá þeirri reglu. í fyrsta lagi er hæstaréttarlögmanni heimilt, ef nauðsyn krefur, að fela öðrum hæstaréttarlögmanni að annast störf þau, sem aðili hefur falið honum, sbr. 2. mgr. 12. gr. MFL. Með sömu skilmálum er héraðsdómslögmanni heimilt að fela öðrum héraðsdóms- eða hæstaréttar- lögmanni að annast flutning munnlega flutts máls, sbr. 3. mgr. 18. gr. MFL. Af síðastnefndu ákvæði virðist mega ráða, að héraðsdómslögmönnum sé að öðru leyti heimilt að láta aðra annast hagsmuni skjólstæðinga sinna. Hæsta- réttarlögmönnum er hins vegar almennt skylt að inna sjálfir öll störf af hendi fyrir dómi, sbr. 2. mgr. 12. gr., en ekki er sérstaklega tekið fram, hvort með því sé átt við Hæstarétt eða dómstóla almennt. Regla þessi kom fyrst fram í lögum nr. 22/1919 um Hæstarétt og var tekin óbreytt upp í MFL. Með það í huga má telja víst, að 2. mgr. 12. gr. taki aðeins til skyldu hæstaréttarlögmanna, þegar mál er flutt fyrir Hæstarétti, en einnig til héraðsdómslögmanna, þegar þeir samkvæmt undantekningarreglu 2. mgr. 9. gr. MFL flytja mál fyrir Hæstarétti. Þá má einnig ganga út frá því, að 3. mgr. 18. gr. taki til hæstaréttarlögmanna við flutning máls fyrir héraði, enda mundi annað leiða til óeðlilegs munar á heimildum hvors um sig, til þess að fela öðrum aðgerðir í skjóli umboðs síns. Þannig væri héraðsdómslögmanni eða hæstaréttarlögmanni til að mynda heim- ilt að fela öðrum lögmanni að mæta fyrir hönd skjólstæðings síns við þingfestingu máls í héraði. Hér ber þó að hafa í huga ákvæði 2. mgr. 10. gr. siðareglna Lögmannafélags íslands, en þar segir, að lögmaður skuli leita 87 Markús Sigurbjörnsson: Einkamálaréttarfar, bls. 127. 88 Gomard: Civilprocessen, bls. 247. I athugasemd við 18. gr. MFL segir, að rétt virðist að leggja áherslu á, að samband aðila og málflytjanda sé persónulegt og reist á gagnkvæmu trausti, sbr. Alþingistíðindi 1941 A, bls. 93. 89 Einar Amórsson og Theodór B. Líndal: Réttarfar I. hefti, bls. 112. 223

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.