Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Page 78

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Page 78
þess ekki ex officio, hvort lögmaður eða fulltrúi hans hafi heimild til að koma fram fyrir hönd aðila. Ekki nægir gagnaðila að færa líkur að umboðsskorti lögmanns eða fulltrúa hans, heldur verður hann samkvæmt 1. mgr. 4. gr. að sanna umboðsskortinn. Af H 1948 66, sem fyrr var nefndur, má ráða, að miklar kröfur séu gerðar til sönnunar um umboðsskort í slrkum tilvikum. í málinu lá fyrir yfirlýsing umbjóðanda lögmannsins þess efnis, að hann hefði ekki veitt honum umboð til að höfða málið. Þrátt fyrir það var talið í dómi Hæstaréttar, að ekki væri fullsannað, að lögmaðurinn hefði ekki haft umboð til að höfða málið, þar sem hann hefði „ekki átt þess kost að koma fram athugasemdum af sinni hálfu“. Takist sönnun um umboðsskort lögmanns, yrði væntanlega litið svo á, að ekki hafi verið mætt af hálfu viðkomandi aðila.102 Um aðra málflutningsumboðsmenn en lögmenn gildir hins vegar sú regla, að þeim ber að sanna umboð sitt, ef það er vefengt, sbr. upphafsorð 20. gr. MFL. Akvæðið ber þó með sér, að þeir þurfa ekki að sanna umboð sitt, nema því aðeins að því sé mótmælt. Þannig mætti segja, að sama regla gildi hér og varðandi lögmenn í 1. mgr. 4. gr., að fyrirfram sé gert ráð fyrir því, að mál- flutningsumboðsmaður hafi umboð til að koma fram fyrir hönd aðila. Munurinn felist hins vegar í því hvorum aðila beri að sanna, að umboðið sé eða sé ekki til staðar. Ef lögmaður eða fulltrúi hans á í hlut, beri gagnaðila að sanna umboðs- skortinn, en um aðra málflutningsumboðsmenn gildi sú regla, að þeim beri sjálfum að sanna, að þeir hafi umboð, ef það er dregið í efa. Þó hefur því verið haldið fram, að verði útivist af hálfu gagnaðila við þingfestingu máls, beri dómara að gæta þess ex officio, hvort málflutningsumboðsmaður, sem ekki er lögmaður, hafi nægilegt umboð.103 Þeirri kenningu verður þó ekki fundin stoð í dómsúrlausnum né öðrum íslenskum heimildum og má líklega ætla að 20. gr. MFL beri að beita eftir orðum sínum, jafnvel þótt útivist verði af hálfu gagnaðila við þingfestingu máls. Þess má geta, að samkvæmt 1. mgr. 265. gr. dönsku réttarfarslaganna gætir dómari að því ex officio, hvort málflutnings- umboðsmaður, sem ekki er lögmaður, hafi umboð til þess að koma fram sem slíkur.104 Akvæði 20. gr. MFL byggir vitanlega á því, að viðkomandi umboðsmanni sé heimilt samkvæmt MFL að koma fram sem slíkur, en að því hugar dómari sjálfkrafa. í H 1932 736, sem fyrr var nefndur, hafði starfsmaður stefnda, sem einnig var sonur eins og bróðir tveggja stjómenda hins stefnda félags, mætt í Hæstarétti og beðið um frest. Þar sem fyrirsvarsmönnum stefnda var ekki heimilt að láta skyldmenni sín mæta fyrir félagið í Hæstarétti, var litið svo á, að stefndi hefði hvorki mætt né látið mæta í málinu. Hér má einnig vísa til áðurnefnds H 1980 1232. MFL tiltaka ekki með hvaða hætti umrædd sönnun skuli fara fram. Ætla 102 Einar Arnórsson: Dómstólar og réttarfar, bls. 230. 103 Einar Arnórsson: Dómstólar og réttarfar, bls. 227. 104 Gomard: Civilprocessen. bls. 249. 228

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.