Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Page 80

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Page 80
er slíkrar tilkynningar því aðeins þörf, að sérstök yfirlýsing um umboðið hafi verið lögð fram í málinu, en það væri helst í þeim tilvikum, þai' sem umboðs- manni hefur verið veitt víðtækara umboð en felst í almennri reglu 2. mgr. 4. gr. MFL. I norskum og sænskum rétti gildir hins vegar sú regla, að afturköllun umboðs öðlast fyrst gildi gagnvart viðkomandi dómstól og gagnaðila, þegar þeim er tilkynnt um afturköllun þess, sbr. 1. mgr. 49. og 2. mgr. 50. gr. norsku réttarfarslaganna og 3. mgr. 18. gr. XII. kafla þeirra sænsku. í dönskum rétti virðist einnig gert ráð fyrir því að tilkynna þurfi gagnaðila, ef umboðið er afturkallað, en sú regla er þó ekki lögfest.108 Þegar umboð lögmanns er afturkallað á hann rétt á þóknun. Því hefur verið haldið fram, að þóknun beri í tilvikum sem þessum að miða við, hvað umboðs- manni hefði borið, ef mál hefði verið flutt til enda.109 Almennt virðist hins vegar gengið út frá því, að þegar umboð er afturkallað af hálfu umbjóðanda, beri umboðsmanni aðeins þóknun í samræmi við það starf, sem innt hefur verið af hendi.110 Um það má hafa hliðsjón af eftirfarandi dómi: H 1947 172 B hafði fengið framselda kröfu lögmannsins M um þóknun fyrir málflutn- ingsstörf í þágu Á og höfðaði mál fyrir dómi til heimtu hennar. Meðan á rekstri málsins stóð, leitaði B úrskurðar stjómar Lögmannafélags íslands um það, hvaða endurgjald M bæri fyrir starfið. B bar því við, að venja væri fyrir því, að full málflutningslaun teldust áfallin, er mál væri höfðað. í úrskurði stjórnar var ekki á það fallist, en hins vegar var metin þóknun til handa M með hliðsjón af umfangi málsins og starfsframlagi hans. Á kærði úrskurðinn til Hæstaréttar, en þar var málinu vísað frá af ástæðum, sem ekki skipta máli hér. Talið hefur verið, að lögmaður geti almennt afsalað sér umboði hvenær sem er, en þó með þeim fyrirvara, að aðili megi útvega sér annan hæfan umboðs- mann í tækan tíma, þannig að hagsmunir aðilans bíði ekki sérstakt tjón af.* * 111 Ef litið er til siðareglna Lögmannafélags íslands, verður þó að ætla, að heimildir lögmanna í þessu efni séu takmarkaðri en hér gert ráð fyrir. Meginreglan samkvæmt 12. gr. siðareglnanna er sú, að lögmanni er skylt að ljúka verki, sem hann hefur tekið að sér. I sömu grein eru tilteknar nokkrar ástæður, sem réttlætt geta, að lögmaður segi sig frá verki: - ef hann hefur fengið rangar eða ófullkomnar upplýsingar, - ef skjólstæðingur fer ekki að ráðum hans, - ef skjólstæðingur greiðir ekki umsamda tryggingu fyrir útlögðum kostnaði og þóknun eða lætur ekki í té eðlilega samvinnu eða atbeina við fram- kvæmd verks, 108 Gomard: Civilprocessen, bls. 244. 109 Einar Arnórsson: Dómstólar og réttarfar, bls. 233. 110 Einar Arnórsson: Almenn meðferð einkamála í héraði, bls. 111, Munch-Pedersen: Den danske Retspleje I!.. bls. 75 og Pedersen: Indledning til sagfprergerningen I., bls. 60. 111 Einar Arnórsson og Theodór B. Líndal: Réttarfar I. hefti. bls. 112. 230

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.