Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Síða 80

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Síða 80
er slíkrar tilkynningar því aðeins þörf, að sérstök yfirlýsing um umboðið hafi verið lögð fram í málinu, en það væri helst í þeim tilvikum, þai' sem umboðs- manni hefur verið veitt víðtækara umboð en felst í almennri reglu 2. mgr. 4. gr. MFL. I norskum og sænskum rétti gildir hins vegar sú regla, að afturköllun umboðs öðlast fyrst gildi gagnvart viðkomandi dómstól og gagnaðila, þegar þeim er tilkynnt um afturköllun þess, sbr. 1. mgr. 49. og 2. mgr. 50. gr. norsku réttarfarslaganna og 3. mgr. 18. gr. XII. kafla þeirra sænsku. í dönskum rétti virðist einnig gert ráð fyrir því að tilkynna þurfi gagnaðila, ef umboðið er afturkallað, en sú regla er þó ekki lögfest.108 Þegar umboð lögmanns er afturkallað á hann rétt á þóknun. Því hefur verið haldið fram, að þóknun beri í tilvikum sem þessum að miða við, hvað umboðs- manni hefði borið, ef mál hefði verið flutt til enda.109 Almennt virðist hins vegar gengið út frá því, að þegar umboð er afturkallað af hálfu umbjóðanda, beri umboðsmanni aðeins þóknun í samræmi við það starf, sem innt hefur verið af hendi.110 Um það má hafa hliðsjón af eftirfarandi dómi: H 1947 172 B hafði fengið framselda kröfu lögmannsins M um þóknun fyrir málflutn- ingsstörf í þágu Á og höfðaði mál fyrir dómi til heimtu hennar. Meðan á rekstri málsins stóð, leitaði B úrskurðar stjómar Lögmannafélags íslands um það, hvaða endurgjald M bæri fyrir starfið. B bar því við, að venja væri fyrir því, að full málflutningslaun teldust áfallin, er mál væri höfðað. í úrskurði stjórnar var ekki á það fallist, en hins vegar var metin þóknun til handa M með hliðsjón af umfangi málsins og starfsframlagi hans. Á kærði úrskurðinn til Hæstaréttar, en þar var málinu vísað frá af ástæðum, sem ekki skipta máli hér. Talið hefur verið, að lögmaður geti almennt afsalað sér umboði hvenær sem er, en þó með þeim fyrirvara, að aðili megi útvega sér annan hæfan umboðs- mann í tækan tíma, þannig að hagsmunir aðilans bíði ekki sérstakt tjón af.* * 111 Ef litið er til siðareglna Lögmannafélags íslands, verður þó að ætla, að heimildir lögmanna í þessu efni séu takmarkaðri en hér gert ráð fyrir. Meginreglan samkvæmt 12. gr. siðareglnanna er sú, að lögmanni er skylt að ljúka verki, sem hann hefur tekið að sér. I sömu grein eru tilteknar nokkrar ástæður, sem réttlætt geta, að lögmaður segi sig frá verki: - ef hann hefur fengið rangar eða ófullkomnar upplýsingar, - ef skjólstæðingur fer ekki að ráðum hans, - ef skjólstæðingur greiðir ekki umsamda tryggingu fyrir útlögðum kostnaði og þóknun eða lætur ekki í té eðlilega samvinnu eða atbeina við fram- kvæmd verks, 108 Gomard: Civilprocessen, bls. 244. 109 Einar Arnórsson: Dómstólar og réttarfar, bls. 233. 110 Einar Arnórsson: Almenn meðferð einkamála í héraði, bls. 111, Munch-Pedersen: Den danske Retspleje I!.. bls. 75 og Pedersen: Indledning til sagfprergerningen I., bls. 60. 111 Einar Arnórsson og Theodór B. Líndal: Réttarfar I. hefti. bls. 112. 230
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.