Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Page 82

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Page 82
mætti ef til vill ætla, að aðili málsins eigi heimtingu á því, að lagaákvæði afmarki með skýrum hætti til hvaða ráðstafana umboðsmanni sé heimilt að grípa, með bindandi hætti fyrir aðilann. Eins og getið er unt hér að framan, var ástæða þess, að reglur KU 1877 voru ekki teknar upp í dönsk réttarfarslög sú, að það var mat manna að ekki væri þörf fyrir slíkar reglur. Þá verður að hafa í huga, að aðila máls er ávallt frjálst að afmarka heimildir umboðsmanns síns með hverjum þeim hætti, sem honum sýnist. Dæmin sýna hins vegar, að lögmönnum er oftast veitt umboð án þess að umbjóðendur taki fram hvert inntak þess er. Heimildir lögmanna ráðast því í ríkum mæli af almennum reglum MFL, en þær vísa, eins og fyrr er sagt, til ríkjandi venja. Af því leiðir, að oft kann að rísa vafi um umfang umboðsins. Samkvæmt því má ætla, að fyrir hendi sé þörf til að afmarka með nánari hætti í lögum, hversu víðtækt umboðið er. Varla verður talið, að sérstök rök mæli gegn því að tiltaka í lögum, að ákveðnar ráðstafanir lögmanna fyrir dómi falli innan ramma málflutnings- umboðs, enda sé aðila máls heimilt að takmarka eða rýmka umboð mál- flutningsumboðsmanns, ef hann óskar þess. Slík talning yrði þó seint tæmandi, heldur yrðu ákvæðin að lúta aðeins að hinum algengari verkum, eins og til dæmis gerð dómsáttar, viðtöku greiðslu eða heimildum til að leita fullnustu dóms. Það hlýtur að teljast æskilegt, að reglur um þessi efni séu skýrar, bæði frá sjónarhóli lögmanna og aðila máls. 232

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.