Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Side 83

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1996, Side 83
A VIÐ OG DREIF SKÝRSLA STJÓRNAR LÖGFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS Á AÐAL- FUNDI 31. OKTÓBER 1995 1.Inngangur Aðalfundur Lögfræðingafélags íslands var haldinn í Lögbergi 29. október 1994 kl. 20:00. Fundinn sóttu 26 félagsmenn. Á dagskrá fundarins voru venjuleg aðalfundarstörf. Á fundinum voru eftirtaldir kosnir í stjórn félagsins starfsárið 1994-1995: Dögg Pálsdóttir formaður, Helgi Jóhannesson vara- formaður, Kristján Valdimarsson ritari, Sigríður Ingvarsdóttir gjaldkeri, Kristín Briem framkvæmdastjóri Tímarits lögfræðinga, Benedikt Bogason með- stjómandi og Ragnhildur Arnljótsdóttir meðstjórnandi. Á starfsárinu hafa verið haldnir 18 stjórnarfundir. Milli funda hafa stjómar- menn unnið mikið starf að auki við hin ýmsu verkefni sem félagið annast. Varaformaður félagsins, Helgi Jóhannesson, stýrði nefnd sem annaðist undir- búning málþings ásamt stjómarmönnunum Ragnhildi Arnljótsdóttur og Benedikt Bogasyni og framkvæmdastjóra félagsins Brynhildi Flóvenz. Fjár- reiður félagsins hafa verið í traustum höndum Sigríðar Ingvarsdóttur. Kristín Briem hefur haldið utan um rekstur Tímarits lögfræðinga með miklum ágætum. Kristján Valdimarsson sá um ritarastörf og hélt utan um fundargerðir og gestabækur félagsins af stakri vandvirkni. Ég leyfi mér að þakka öllum stjómar- mönnum mikil og óeigingjörn störf í þágu félagsins. Starf félagsins á liðnu ári hefur verið með hefðbundnu sniði. Skal nú vikið að helstu þáttum í starfsemi félagsins á því starfsári sem nú er að ljúka. 2. Fræðafundir og málþing Starfsemi Lögfræðingafélags Islands má í meginatriðum skipta í fræðafundi 233

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.