Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Side 9

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Side 9
aðila. Slíka heimild er að finna í 1. mgr. 58. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt (tskl.). Reglur sem þessar má kalla milliverðsreglur og byggja þær oftast á armslengdarsjónarmiðum, sbr. nánar hér á eftir.1 Milliverðsreglur skipta máli í innanlandsrétti ríkja, en það er þó einkum í alþjóðlegum skattarétti sem þessar reglur hafa öðlast mesta þýðingu. Vaxandi mikilvægi alþjóðlegrar verslunar og viðskipta hefur haft í för með sér mikla fjölgun fjölþjóðlegra fyrirtækja sem standa í strangri samkeppni sín á milli. Það verður æ algengara að félög eigi dótturfélög í öðrum löndum eða reki þar starfsemi frá föstum atvinnustöðvum. Þá hefur skattasamkeppni milli landa farið harðnandi, þar sem einstök lönd reyna að draga til sín fjárfestingar með hagstæðu skattalegu umhverfi eða samræma skattareglur sínar reglum annarra þjóða til þess að koma í veg fyrir flutning atvinnurekstrar og fjárfestingar úr landi. Nauðsyn glöggra og skýrra milliverðsreglna hefur því aldrei verið meiri en nú. Flestallir tvísköttunarsamningar sem ísland hefur gert eru samkvæmt samn- ingsfyrirmynd OECD.2 I 9. grein þeirrar samningsfyrirmyndar er að finna milliverðsreglur sem notaðar eru í samningum milli landa. Kjaminn í 9. grein- inni felur í sér svonefnda armslengdarreglu sem gengur út á það að miða skuli hagnaðarskiptingu milli tengdra fyrirtækja við verð og skilmála sem tíðkast milli sjálfstæðra, ótengdra fyrirtækja. Efnahags- og samvinnuþróunarstofnunin, OECD, hefur einnig gefið út til- mæli til aðildarlanda sinna, sem eiga að hindra skattasamkeppni milli landa, og hvatt til þess að þau fylgi leiðbeiningum þeirra um milliverðlagningu frá 1995.3 Milliverðsreglur skipta ekki eingöngu máli varðandi verðlagningu milli félaga innan sömu samstæðu, þ.e. milli lagalega sjálfstæðra skattaðila, heldur einnig milli höfuðstöðva fyrirtækis annars vegar og fastrar starfstöðvar þess hins vegar, sbr. nánar hér á eftir. 1 Sbr. transfer pricing rules á ensku eða transfer pricing sem kalla mætti milliverðlagningu. Sjá Intemational tax glossary, 1996, 3rd edition, bls. 313: „A transfer price is the price charged by company for goods, services or intangible property to a subsidiary or other related company. Since these prices are not negotiated in a free, open market they may deviate from prices agreed upon by non-related trading partners in comparable transactions under the same circumstances. Some examples of transactions where transfer pricing issues generally arise include sharing of costs for research and development (R&D) of technology or know-how (i.e. a cost-sharing agreement); pricing of products manufactured by one entity in the group of companies for distribution by another entity in the group; and establishing the rate of royalties for access to intangible property. If the goods, services or intangibles are overpriced in a transaction between related parties, the seller’s profitability is increased and the buyer’s decreased. Conversely, if the goods, services or intangibles are underpriced the buyer’s profitability is increased and the seller’s decreased”. 2 Siá Garðar Valdimarsson: „Nýr Norðurlandasamningur um tvísköttun”. Tímarit lögfræðinga, 4. hefti 1997, bls. 293. 3 Transfer Pricing Guidelines For Multinational Enterprises And Tax Administrations, OECD 13 July 1995. 77
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.