Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Side 15

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Side 15
hafa óverulegar mánaðartekjur, en safnar skuldum sem nema hundruðum þúsunda við útgerðarfyrirtækið á hverju ári. Akvæðið, sem hér er gerð tillaga um, veitir skattyfirvöldum víðtækar heimildir til að líta framhjá formi geminga af þessu tagi og telja aðilum að þeim til tekna þau raunverulegu verðmæti, sem þeir fá til ráðstöfunar með þessum sérstöku samningum eða skilmálum. Að því er varðar viðskipti þar sem ákveðnir kaupgjaldssamningar eru til viðmiðunar um þá hagsmuni, sem um er að ræða, er eðlilegt að miða við þá. Hitt er mat skattstjóra og rrkisskattanefndar, hvemig með skuli fara ákvæði þetta að öðru leyti. Tilgangurinn með frumvarpinu virðist þannig hafa verið að skattleggja „raunveruleg verðmæti“ sem skattaðili fær í sinn hlut burt séð frá því hvað sá hlutur er nefndur í samningum milli aðila. Hér virðast því „raunveruleika- sjónarmið“ sem liggja til grundvallar lagaákvæðum til vamar skattasniðgöngu verið ráðandi, sbr. það sem hér að framan segir úr dönskum rétti. Lagaákvæðið eins og það var lagt fram og samþykkt með framangreindum breytingum virðist hins vegar vera dæmigert milliverðsákvæði, sbr. ákvæði tvísköttunarsamninga um armslengdarreglur, sbr. hér á eftir. I sjálfum texta 1. mgr. 58. greinar er ekki að finna neinn stuðning við það sjónarmið að taka eigi efni samninga umfram form þeirra eða byggja eigi á „raunveruleikanum“ í stað málamyndagemingsins. Þá em dæmi þau sem nefnd eru í athugasemdum með frumvarpinu ekki til þess fallin að styðja það sjónar- mið að hér sé um skattasniðgönguákvæði að ræða. Seinna dæmið um skipstjórann er dæmigert armslengdardæmi, sbr. H 1964 887, sem leysist auðveldlega með texta laganna þar sem unnt er að telja skip- stjóranum til tekna full skipstjóralaun í stað hásetalauna í samræmi við ákvæði kjarasamninga. Þar er á engan hátt litið fram hjá formi samningsins heldur þvert á móti byggt á því að hann sé fyrir hendi með ákveðinni verðleiðréttingu. Þá hefði leiðréttingin sem greinin heimilar einnig þá verkun sem er einkennandi fyrir milliverðsleiðréttingu, að tekjur hlutafélags skipstjórans ættu að lækka um sömu fjárhæð og laun hans eru hækkuð. Fyrra dæmið verður ekki skilið öðru vísi en svo að þar sé um hreinan undandrátt tekna að ræða þar sem fyrirtækið greiðir fyrir eiganda fyrirtækisins andvirði íbúðarhúss sem hann eignast án endurgjalds. Ekki er unnt að koma auga á þörfina fyrir því að lögfesta einhverja sérstaka skattasniðgöngureglu til þess að gera ráðstafanir af þessu tagi að andlagi skattlagningar hjá þeim sem þeirra nýtur. Atvikalýsingin rúmast vel innan þeirrar víðu skilgreiningar sem tekjuhugtak íslenskra tekjuskattslaga hefur verið talið geyma. Niðurstaðan er því sú að enda þótt líklegt sé að höfundar 15. greinar frum- varps þess sem varð að lögum nr. 30/1971, og síðar varð 1. mgr. 58. gr. tskl., hafi ætlað sér að leggja til lögfestingu á einhverri „raunveruieika"- eða skatta- sniðgöngureglu, þá hefur sá ásetningur ekki komist til skila í lagatextanum sem Alþingi samþykkti. Það hefur því allar líkur á móti sér að telja margnefnda 1. mgr. 58. gr. tskl. hafa að geyma einhverja grunnreglu umfram hljóðan sína. 83
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.