Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Side 16

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Side 16
Danmörk fékk sína armslengdarreglu í skattalög á árinu 1960, sbr. kafli 6.1 hér á eftir, og var við þá innleiðingu höfð hliðsjón af þeirri undirbúningsvinnu sem þá fór fram á vegum OECD í tengslum við 9. grein samningsfyrirmyndar OECD um skattamál. Það er því ómaksins vert að leita fyrirmyndar íslensku armslengdarreglunnar í nefndri 9. grein. I því sambandi er fróðlegt að bera samningstexta frá svipuðum tíma og íslenska reglan var innleidd við þann texta sem samþykktur var á Alþingi með lögum nr. 30/1970. Hér á eftir fer texti 2. mgr. 9. gr. tvísköttunarsamningsins við Þýskaland frá 1971, sbr. auglýsingu nr. 13/1971: Ef fyrirtæki semja eða ákveða skilmála um innbyrðis samband sitt á viðskipta- eða fjármálasviðinu, sem eru frábrugðnir því, sem væri, ef fyrirtækin væru hvort öðru óháð, má allur hagnaður, sem án þessara skilmála hefði runnið til annars fyrir- tækisins, en rennur ekki til þess vegna skilmálanna, teljast sem hagnaður þess fyrirtækis og skattleggjast samkvæmt því. Textinn er efnislega samhljóða 3. mgr. 18. gr. 1. nr. 90/1965 um tekjuskatt og eignarskatt eins og honum var breytt með 15. gr. laga nr. 30/1971, sbr. hér að framan. íslenski lagatextinn er þó skv. orðan sinni rýmri að því leyti að hann nær bæði til einstaklinga og fyrirtækja, en þrengri að því leyti að munurinn á samningskjörunum verður að vera verulegur.17 Uppruni 1. mgr. 58. gr. tskl. ætti því að vera ótvíræður. í 1. mgr. 58. greinar er því að finna almenna milliverðs- reglu byggða á aþjóðlega viðurkenndum armslengdarsjónarmiðum. 1.6 2. mgr. 58. gr. Nauðsynlegt er að víkja aðeins að ákvæðum 2. mgr. 58. gr. tskl., en nokkur óvissa virðist um uppruna og hlutverk þeirra.18 2. mgr. 58. gr. hjóðar svo: Kaupi skattaðili eign á óeðlilega háu verði eða selji eign á óeðlilega lágu verði geta skattyfirvöld metið hvað telja skuli eðlilegt kaup- eða söluverð. Mismun kaupverðs eða söluverðs annars vegar og matsverðs hins vegar skal telja til skattskyldra tekna hjá þeim aðila sem slíkra viðskipta nýtur. í C-lið 1. mgr. 9. gr. 1. nr. 68/1971 um tekjuskatt og eignarskatt var að finna ákvæði er fjölluðu unt ráðstöfun á varasjóði félaga. Þar var það m.a. talin ráð- stöfun á fé varasjóðs ef félagið varði eignum sínum m.a. með eftirgreindum hætti: Kaupir eign óeðlilega háu verði að dómi skattyfirvalda. Skal þá meta hvaða verð geti talist hæfilegt. Mismun hins raunverulega kaupverðs og matsverðs telst ráðstafað úr varasjóði og úthlutun arðs úr félaginu, ef keypt hefur verið af hluthafa. 17 Sjá nánar kafla 4.1 hér á eftir. 18 Sjá Ásmundur G. Vilhjálmsson: Skattur á fjármagnstekjur og eignir. 1999, bls. 219. Ásmundur telur að í 2. mgr. 58. gr. sé að finna armslengdarregluna sjálfa. 84
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.