Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Qupperneq 19
245/1963 um tekjuskatt og eignarskatt um „skyldulið". Skyldulið er talið allir
þeir sem framteljanda er að lögum skylt að framfæra, s.s. maki, foreldrar og
böm, þar með talin kjörböm, stjúpböm og fósturböm. I nýlegum úrskurði yfir-
skattanefndar frá 28. júní s.l. var vikið að tengdum aðilum.
í málinu nr. 279/2000 hafði skattstjóri beitt 1. mgr. 58. gr. tskl. í máli A ehf. sem
hafði keypt og leigt aflakvóta af X ehf. og G ehf. A ehf. hafði með höndum
bókaútgáfu og eignaumsýslu. Byggði skattstjóri á því m.a., að þessi viðskipti væru á
milli tengdra aðila, þ.e. A ehf., X ehf. og G ehf. Tengslin væru með þeim hætti að B,
sem var stjómarformaður og aðalhluthafi A, væri mágur D, sem var stjómarmaður í
X og G á þeim ámm sem málið náði til. Þá hafi D verið í skuld við A í árslok 1995.
Loks hafði skattstjóri komist að því að B væri „kunnugur“ framkvæmdastjóra X.
Yfirskattanefnd segir orðrétt um þennan málatilbúnað skattstjóra: „Samkvæmt
framansögðu verður ekki talið að skattstjóri hafi sýnt fram á að umræddir samningar
um kaup á rækjukvóta, sem í málinu greinir, og ráðstöfun kvótans til leigu séu hvor
um sig eða samkvæmt heildstæðu mati í þeim mæli frábrugðnir því, sem almennt
gerist í slíkum viðskiptum, þannig að 1. mgr. 58. gr. laga nr. 75/1981 verði beitt í
þessu tilviki. Samkvæmt þessu hefur út af fyrir sig ekki sjálfstæða þýðingu að fjalla
um þau tengsl aðila, sem fyrr greinir, en tekið skal fram að ályktanir skattstjóra um
þýðingu þeirra tengsla verða að teljast bæði langsóttar og byggðar á veikum grunni.
Samkvæmt því sem hér hefur verið rakið, er krafa kæranda tekin til greina varðandi
þetta kæruatriði“.
Eðlilegast væri að sjálfsögu að skýr ákvæði væru sett um það í 58. grein tskl.
að skilyrði fyrir beitingu ákvæðanna væru hagsmunatengsl aðila og það væri
síðan nákvæmlega rakið hverjir teldust hagsmunatengdir í skilningi laganna.
Allt að einu veður að gera kröfur til þess að skattyfirvöld sýni fram á það að um
hagsmunatengsl milli aðila sé að ræða.
Hagsmunatengsl eru talin valda því að verðákvarðanir í viðskiptum verði
með óvenjulegum hætti. Þar sem ekki er um hagsmunatengsl í viðskiptum að
ræða eru það almennt hagsmunir seljanda að ná sem hæstu verði fyrir þá vöru
eða þjónustu sem hann hefur á boðstólum og hagsmunir kaupanda - aftur á
móti - að greiða sem lægst kaupverð. Seljandi og kaupandi sem ekki eru á
nokkum hátt háðir eða tengdir hvor öðram eru að enskum rétti taldir standa í
„arm’s length“ hvor frá öðrum og er þaðan komið heitið „arm’s length prin-
ciple“. Það hefur í grein þessari verið nefnt armslengdarreglan í lauslegri þýð-
ingu. Þegar um hagsmunatengsl er að ræða milli seljanda og kaupanda teljast
þeir ekki vera í þeirri fjarlægð hvor frá öðrum að tryggt sé að verðákvarðanir í
samningum þeirra á milli séu í samræmi við það sem almennt tíðkast í sams
konar viðskiptum milli óháðra aðila. Milliverðsreglur tekjuskattslaga byggja á
þessari armslengdarreglu. Eins og af þessu má ráða er armslengdarreglan mjög
almenns eðlis og ber því þegar af þeirri ástæðu eingöngu að beita henni að vel
ígrunduðu máli. Reglan má aldrei vera afsökun fyrir geðþóttaskattlagningu.23
23 Sbr. Kristján Gunnar Valdimarsson: Tímarit lögfræðinga. 1999, bls. 241.
87