Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Page 22

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Page 22
athugasemda með henni og eignatengsla I.G. ehf. og S að eini sýnilegi tilgangurinn með viðskiptunum hefði verið að færa tekjur frá því fyrirtæki sem greiða hefði þurft skatt af þeim til félags sem gat nýtt yfirfæranlegan tapsfrádrátt. Dómurinn staðfesti því skattahækkun skattyfirvalda ásamt álagsbeitingu á skattstofn. Málið fjallar um tekjuyfirfærslu í tengslum við skiptingu rekstrarþátta milli tengdra lögaðila. Tekjuyfirfærslan frá I.G. ehf. til S er framkvæmd með því að beita ríflegri álagningu. Ekki lá annað fyrir í málinu en að kaup eigenda I.G. ehf. á S hefðu raunverulega farið fram og sömuleiðis þau viðskipti milli félag- anna er lýst var. Það skiptir því augljóslega öllu máli hvort álagningin fengi staðist samkvæmt armslengdarreglu 1. mgr. 58. gr. í stað þess að fara þá leið vísar dómurinn til þess að eini sýnilegi tilgangurinn með viðskiptunum hafi verið að færa tekjur frá fyrirtæki sem átti að greiða skatt til félags sem var með skattalegt tap sem það gat nýtt á móti tekjum. Úrskurðinum var ekki skotið til Hæstaréttar sem hefði verið heppilegt, þar sem um var að ræða grundvallarreglu í skattaframkvæmd. I úrskurði yskn. nr. 340/1996 og fleiri úrskurðum nefndarinnar upp frá því eru svipuð sjónarmið á ferðinni þar sem vísað er til athugasemda með 15. gr. frv. til laga nr. 30/1971.26 I þessum tilvikum lítur nefndin fram hjá þeirri armslengdarreglu sem 1. mgr. 58. greinar hefur að geyma og virðist ganga út frá því að 58. gr. tskl. feli í sér einhvers konar sniðgöngureglu. Með lögum nr. 97/1988, 7. gr., var þrengdur réttur félaga til þess að yfirfæra skattalegt tap milli félaga við sameiningu, m.a. með kröfum um að það félag sem héldi áfram stundaði skyldan rekstur eða héldi áfram svipuðum rekstri eða starfsemi og það félag sem slitið var. í framhaldi af því virðist hafa orðið nokkuð algengara að skattaðilar keyptu tapsfyrirtæki og breyttu síðan tilgangi rekstrarins og rekstrinum til þess að nýta skattalegt tap frá fyrri árum.27 Skatt- yfirvöld reyndu að spoma við þessu en án árangurs, sbr. eftirfarandi úrskurði. I yskn. nr. 1346/1994 höfðu þrír endurskoðendur keypt félag sem hafði haft með höndum rekstur bakarís með umtalsverðu tapi. Breyttu þeir samþykktum félagsins og hófu í framhaldi af því rekstur endurskoðunarskrifstofu. Á skattframtali 1991 gátu þeir með þessu móti lækkað skattskyldar tekjur um 11,5 milljónir króna. Skattstjóri synjaði um tapsfrádráttinn á þeim grundvelli að um nýtt félag hefði í raun verið að ræða. Yskn. felldi ákvörðun skattstjóra úr gildi með vísan til þess að skattstjóri hefði ekki byggt á lögmætum sjónarmiðum. M.a. nefnir nefndin að ekki hafi verið byggt á skattasniðgöngusjónarmiðum við leiðréttingu skattstjóra. I yskn. nr. 1349/1994 var um að ræða kaup á sameignarfélagi sem stundaði útgerð. Eftir kaupin var nafni félagsins breytt í bókhaldsþjónustu og skyldan rekstur og var tap félagsins af útgerð síðan nýtt á móti tekjum af hinni nýju starfsemi. Skattstjóri 26 Sjá Kristján Gunnar Valdimarsson: Tímarit lögfræðinga. 3. hefti 1999, bls. 247-249, (t.d. úrsk nr. 461/1998 og 101/1999). 27 Sbr. Ásmundur G. Vilhjálmsson: Skattaréttur 3. 1995, bls. 769-770. 90
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.