Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Síða 23

Tímarit lögfræðinga - 01.09.2000, Síða 23
felldi niður tapið á þeim grundvelli að um nýtt félag væri að ræða. Nefndin féllst á kröfur félagsins um ógildingu á leiðréttingu skattstjóra. Meðal annars vegna vandamála sem þessir úrskurðir lýsa var með lögum nr. 147/1994 gerð sú breyting á 7. tl. 31. gr. tskl. sem veitir skattyfirvöldum nauðsynlega heimild til að taka á slíkum og skyldum málum. Telja verður það eðlilegri leið að löggjafarvaldið taki á vandamálum sem þessum í stað þess að fara fram með lítt ígrunduðum sniðgöngusjónarmiðum. 3.3 Vaxtalaus lán Lán frá hlutafélagi til hluthafa geta verið vaxtalaus eða vaxtalítil.28 29 Ekki hefur verið talið að 1. mgr. 58. gr. eigi við um vexti af slíkum lánum, sbr. rskn. nr. 601/1980 (Úrt. bls. 86-87). Málið varðaði vaxtalaust lán frá hlutafélagi til hluthafa og laut að leiðréttingu á skattskilum hluthafans. í málinu var um að ræða hluthafa sem samkv. framtali 1979 skuldaði hlutafélagi kr. 9.764.350 sem ekki voru vaxtareiknaðar. Skuldin var tilkomin vegna kaupa á hluta- bréfum í félaginu. Skattstjóri færði hluthafanum til tekna reiknaðar vaxtatekjur á árinu 1978 að fjárhæð kr. 1.527.122, með vísan til 7. gr. 1. nr. 68/1971 um arðstekjur. Ríkisskattanefnd felldi þessa leiðréttingu skattstjóra niður með eftirfarandi orðum: „Ekki er að finna í lögum nr. 68/1971, um tekjuskatt og eignarskatt, ótvíræða heimild til handa skattyfirvöldum að áætla tekjur í tilviki kæranda“. í öðru máli frá svipuðum tíma reyndi á svipaða leiðréttingu en nú hjá félaginu, sbr. rskn. nr. 146/1981 (Úrt. bls. 53). Um var að ræða sameignarfélag sem lánað hafði félagsmönnum sínum fé án vaxta. Skattstjóri reiknaði félaginu til tekna vexti af láninu með vísan til 3. mgr. 18. gr. 1. nr. 68/1971 (sbr. nú 1. mgr. 58. gr.). Félagið skýrði lánin þannig að um væri að ræða greiðslur til eigenda upp í eignarhlut þeirra í félaginu vegna fyrirhugaðra slita þess. Ríkisskattanefnd taldi eins og málið lá fyrir ekki sýnt að heimild hefði verið til þeirrar teknahækkunar sem skattstjóri gerði félaginu. í yskn. nr. 866/199330 var um að ræða vaxtalaust lán til aðalhluthafa. 28 Skv. 104. gr. 1. nr. 2/1995 um hlutafélög er hlutafélagi ekki heimilt að veita hluthöfum, stjóm- armönnum eða framkvæmdastjórum þess lán, nema um venjuleg viðskiptalán sé að ræða. Þetta bann gildir ekki um lán eða framlag dótturfélags til móðurfélags og verður ekki beitt um inn- lánsstofnanir eða aðrar fjármálastofnanir. 29 Meðan heimilt var að mynda skattalegan varasjóð hjá félögum var oft ágreiningur um það hvort lán frá hlutafélagi til hluthafa fælu í sér varasjóðsbrot, sbr. t.d. rskn. nr. 275/1980 (Úrt. bls. 43), byggingarvöruverslun hf. og lán til hluthafa, sbr. ennfremur rskn. nr. 117/1984 (Úrt. bls. 194), lán til hluthafa varasjóðsbrot. 30 Sbr. Ásmundur G. Vilhjálmsson: Skattur á fjármagnstekjur og eignir. 1999, bls. 101. Ásmund- ur virðist gera ráð fyrir því að þrátt fyrir þessa úrskurði séu „vildarlán" hluthafa ekki undanþegin skatti. 91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.